Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Side 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Side 32
VIKINGUR því ég taldi mér trú um að ég væri enginn sjúklingur. Venjulega reyndi hún að passa að ég drykki ekki of mikið, en ég er öfgafullur í þvf sem ég tek mér fyrir hendur og var það einnig í drykkjunni og drakk því hraustiega. Eldri dóttir mín fór að sýna mér kuldalegt viðmót, sem mér þótli miðuren vakti mig þó til umhugsunar. I um tuttugu ár hafði ég reykt 2-3 sígarettupakka á dag, en fyrir um ell- efu árum - ellefta dag ellefta mánaðar - tókst mér að hætta reykingum. Þá sagði ég, eins og við sjálfan mig, að sá öfgamaður sem gæti hætt reykingum gæti einnig hætt drykkju, en reyndin var önnur. Ég virðist hafa þurft að veikjast af inflúensu til að hrista upp í mér, en í flensunni kvaddi ég sígarett- KÆLI- OG FRYSTIBÚNAÐUR FYRIR LÍNUVERTÍÐINA Nú þarf aðeins að stinga í samband, enginn rafvirki né kælimaður. GETUM EINNIG ÚTVEGAÐ KÆLI- OG FRYSTIKLEFA í MIKLU ÚRVALI ALKUL Viðgeröarþjónusta Sími 91-657470 Fax 91-657480 Bílsími 985-32636 urnar. Áður hafði mér tekist að draga úr reykingum en ekki tekist að hætta alveg fyrr en þá. Reykingum hætti ég „dag fyrir dag“ eins og drykkjumaður hættir drykkju og finnst ótrúlegt að ég skuli hafa reykt eins lengi og raun ber vitni vegna þess að mér fannst vont að reykja og leið illa á reykingatímabil- inu sökum þess. Mér átti eftir að líða raunverulega illa árið 1987 þegar ég fékk briskirtiIskast og varð við það óvænt alveg logandi lífhræddur. Ástæðan var sú að kastið var kvala- fullt og ég var engan veginn tilbúinn að kveðja jarðlífið. Af augljósum ótta ákvað ég að hætta drykkjunni og tókst það í sjö mánuði en ekki lengur. Ég hafði fundið inér sálfræðing í leit að lausn á eigin vanda skömmu áður en ég fékk briskirtilskastið og gekk til hans reglulega í hálft ár, en á þeim tíma drakk ég talsvert. Af karlmennsku sinni fullyrti sái- fræðingurinn að ég væri ekki alkóhól- isti heldur „symptomatic alcoholic11 og gæti hætt að drekka. Ég reyndi að trúa því að mér tækist að sigrast á áfengissýkinni. En trúin var þá ekki sterkari en svo að ég keypti mér alltaf bjór á leiðinni heim frá honum og leil svo á að slíkt væri í lagi þar sem ég hafði keypt mér sálarfrið - að minnsta kosti um stundarsakir. Eftir bjór- drykkju varð ég málglaðari en annars og fullvíst er að ég hefði, á þessum árum, aldrei mætt bláedrú í blaða- viðtal eins og ég geri í dag. En reynsla mín af að vera meðvitaður um að ég get drukkið ef ég vil gerir mig sáttan við sjálfan mig og lífið, sem mér finnst eftirsóknarvert og ánægjulegt að vera þátttakandi í, vegna þess að líf mitt er betra án áfengis.“ Viðurkenning Árið 1975 fékk Jón riddarakross fyrir störf vegna landhelgisdeilunnar og árið 1992 hlaut hann stórriddara- kross fyrir störf sín í þágu íslands. Hann kemur hingað til lands að meðaltali fjórum sinnum á ári og fer- ðast þá gjarnan í viðskiptaerindum um landið vegna fisksölumála, en hann hóf bein afskipti af fisksölu árið 1964 eftir að faðir hans lenti í bílslysi. Feðgarnir voru vanir að vinna saman en það breyttist óvænt vegna þess að Þórarinn missti heilsuna lljótlega eftir að hann lenti í bflslysinu. Þeir eru ófáir landarnir sem þekkja Jón og mannkosti hans, en í viðmóli er hann afar kurteis, sanngjarn og skapgóður. Víst er að Jón Olgeirsson er góður fulltrúi okkar Islendinga á erlendri grund. 32

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.