Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Blaðsíða 42
Eins og refur í miðjum hænsnahóp Þegar 50 mílna stríðið byrjaði 1972 átti að taka Hval 9. leigunámi. Eigendur hvalbátsins voru tregir til að leigja ríkinu skipið og báru fyrir sig alls konar ástæður. „Þeir töldu skipið vanbúið til átaka, sögðust hræddir um að því myndi hvolfa og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Helgi. En áður en til kom sáu eigend- urnir að sér og létu bátinn eftir. Hann var út- búinn sem varðskip og fékk nafnið Týr en gekk undir gælunafninu Hval-Týr. Bretarnir kölluðu hann Moby Dick.“ Helgi segir að það hafi verið spennandi að taka við skipinu en áður hafði hann stjórnað Sæ- björgu, Maríu Júliu, Albert og Ægi I. „Einkum vegna þess að Hvaltýr var búinn að fá þessa vafasömu umsögn frá Ingólfi Þórðarsyni, sjálfum yfirkenn- ara Stýrimannaskólans. Hann hafði kennt mér skipagerð og annað, en hann var skipstjóri á hvalföngurum. Skipið átti að vera hið versta sjóskip, sem kom reyndar mjög á óvart. Þetta skip var búið að vera lengst úti á hafi í verstu veðrum og síðan að koma með tvo og fleiri hvali á síðunni. Þess vegna var maður spenntur að sjá hvernig það reyndist þegar út í slaginn var komið. Ég verð að segja eins og er að Týr reynd- ist hið besta sjóskip og sló varð- skipunum við með það hvað hann var snar í snúningum. Ég gat farið í rólegheitum eins og refur inn í miðjan hænsnahóp þar sem Bretarnir voru að toga og athafnað mig þar án þess að þeir kæmu nokkrum vörnum við, bæði með klippurnar og hvað sem ég vildi gera. Ég var oft með mannskapinn á dekkinu eins og þeir ætluðu að fara um borð og það hefðu þeir gert ef heimild hefði fengist. En það verður að segjast eins og er að í þessu þorskastríði var enginn áhugi á togara- töku. En ég neita því ekki, sérstaklega eftir að herskipin komu aftur, að það var Iítill möguleiki á því.“ Þegar þorskastríð númer tvö hófst voru togararnir einir á miðunum. Dráttarbátarnir voru þá ekki komnir til sögunnar. „Þeir reyndu,“ segir Helgi, „og ég veit ekki hvað þeir töldu sig græða á því, að mála yfir nafn og númer. Við það urðu þeir hreinir og ldárir sjóræningjar og við höfðum því fulla heimild til þess að líta á þá sem slíka og beita klipp- unum.“ Nýtt leynivopn og ANDSKOTINN BLANDAST í SPILIÐ Klippurnar höfðu verið í þróun allt frá undangengnu þorskastríði og Helgi segir að þær hafi komið togarasjómönnunum alger- lega í opna skjöldu. „Þeim var beitt þarna strax í byrjun og þeir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar þeir voru komnir á fulla ferð af togferðinni. Þeir sáu ekkert annað en að við sigldum í „sakleysi“ okkar aftur fyrir þá og allt í einu einn tveir og þrír - trollið far- ið. Þegar þeir áttuðu sig á því hvaða leyni- „Ég gat farið í róleg- heitum eins og refur inn í miðjan hænsnahóp þar sem Bretarnir voru að toga og athafnað mig þar án þess að þeir kæmu nokkrum vörnum við, bæði með klip- purnar og hvað sem ég vopni við höfðum yfir að ráða var djöfullinn laus. Allar þær bölbænir sem þeir kunnu fengum við yfir okkur og að sjálfsögðu ásigl- ingartilraunir alveg grimmt. Þeir sendu ríkis- stjórninni bresku skeyti þar sem þeir sögðu að ef þeir fengju ekki herskipavernd þá myndu þeir afhenda Islendingum lögsöguna á silfurfati. Ríkisstjórnin vildi að sjálfsögðu lcoma sér undan því og ætlaði að bjarga sér með því að senda dráttarbáta á miðin. En um það bil er fyrsti dráttarbáturinn kemur þá byrjar Vestmannaeyjagosið. Öll varðskipin voru tekin í að snúast í kringum það, tenn- urnar dregnar úr Gæslunni og Bretarnir fengu að leika sér innan fimmtíu mílnanna, sem þeir gerðu svikalaust. Þeir Iétu það ganga sín á milli að þetta Vestmannaeyjagos væri refsing Guðs fyrir að setja á fimmtíu mílurnar." Bretarnir verða þó að fá að eiga það að þeir voru strax tilbúnir þegar kall kom til allra skipa sem voru þar í nánd að koma til aðstoð- ar. „Það voru vissir ofstækismenn þarna sem og annars staðar,“ segir Helgi. „Við vissum að margur skipstjórinn breski varð eins og blindur kettlingur við tólf mílna útfærsluna. Aður voru þeir svo nálægt landi að þeir höfðu hunda- þúfur sem viðmiðun til að fiska eftir. Þegar þeir voru komnir þetta iangt frá landi vissu þeir ekkert hvar þeir áttu að vera. Þegar Vest- mannaeyjagosinu lauk var aftur hafist handa af fullum krafti. Dráttarbátarnir sýndu árekstr- artilburði þegar við komum fyrst, en þá lét ég taka ofan af fallbyssunni og skjóta púðurskoti og það hreif. Þeir létu okkur þá í friði á eftir en reyndu að sigla á milli okkar og togarans sem við vorum að reyna að klippa aftan úr.“ Helgi var fluttur á Þór á þessum tíma. Þegar ríkisstjórnir þjóðanna gerðu með sér samkomulag var hlaupin mikil harka í baráttuna á miðunum. Ásiglingartilraunir voru orðnar daglegt brauð. „Við vorum eitt sinn illa komnir á Þór á Selvogsbanka. Við vorum að klippa aftan úr og aðstoða Arvakur, sem þarna var. Þá kom breskur togari mér að óvörum, sigldi á bakborðshliðina á okkur, laskaði skipið töluvert og setti okkur á hlið- ina. En eins og vanalega þegar við vorum í þessum aðgerðum þá pössuðum við okkur á því að vera á fullri ferð. Þá var frákastið mikið frá skipinu og Iítil hætta á því, þó að þeir gætu náð okkur, að þeir kæmu góðu höggi á okkur. Þarna vorum við á fullri ferð og togar- inn rann eftir síðunni og náði aðeins að skrapa okkur og beygla svolítið á síðunni. Sjálfur fékk hann gat á stefnið og varð að fara heim í fylgd annars togara. Þar voru tveir landhelgisbrjótar úr leik og það var þetta sem við vorum alltaf að reyna, að fækka þeim svo að þeir væru færri við veiðar. Það var viss sigur, því þá hlaut alltaf viss hluti fisksins frið.“ Þegar fimmtíu mílna þorskastríðinu lauk reyndist það bara stund milli stríða. 42 Sjómannablaðið VIkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.