Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Blaðsíða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Blaðsíða 21
USS SllPPLY AÐ BIRGJA FLUGMÓÐURSKIP, Fljótandi vöruhús Bandarísk herskip dvelja mörg hver langtímum saman á sjó og til þess að þau þurfi ekki að leita hafna til að sækja vistir og olíu þá fylgja flotanum birgðaskip sem sjá herskipun- um fyrir þessum nauðþurftum. Birgðaskipið Supply, sem er um 30 þúsund tonn að stærð, getur birgt upp fjögur skip í einu og dælt olíu á tólf skip á sólarhring. Jafnframt getur það fyllt tvisvar sinnum á olíutanka heils árásarflota án þess að þurfa að ná í meira eldsneyti. Um borð eru ýmsar vistir fyrir herskipin og má þar nefna 7.000 ka^sa af gosi. Ef þú drykkir tvær flöskur á dag myndi magnið duga þér í 230 ár. Þessi skip eru ekkert annað en fljótandi vöruhús, fuli matar, vista og olíu fyrir baráttuglaða sjóliða. ■ Eldur logaði lengi Versta sjóslys árið 1972, þegar horft er til fjölda þeirra sem fórust, var árekstur breska flutningaskipsins Royston Grange (9.000 tdw) og olíuskipsins Tien Chee (12.000 tdw) frá Líberíu á Plata-fljóti í Argentínu. Alls fór- ust 82 í þessum árekstri, sem varð snemma að morgni 11. maí. Við árekstur skipanna kviknaði í farmi Tien Chee, sem dreifðist yfir Royston Grange, sem þegar varð al- elda. Allir skipverjar Royston Grange, 63 að tölu, ásamt tíu farþegum og hafnsögumanni, fórust. Eldur logaði lengi í báð- um flökunum og lokuðu þau siglingaleiðinni til Buenos Aires á annan sólarhring. 32 skip- brotsmönnum af Tien Chee tókst að komast í björgunar- báta og var þeim bjargað um borð í nærstatt skip. ■ Batnandi ástand búlkara Verulega dró úr óhöppum með búlkskip milli áranna ‘94 og ‘95. Einungis fjögur búlk- skip fórust og tvö voru dæmd ónýt á síðastliðnu ári, en árið á undan fórust sextán búlkskip. Meðalstærð þeirra skipa er fórust í fyrra var 43 þúsund tonn og meðalaldurinn einungis 14,7 ár. Áttatíu og fjórir fórust með búlkskipum samanborið við 141 árið á undan. Flestir fórust þegar tvö búlkskip fórust með allri áhöfn í fárviðri sem geisaði í Constanza. Þótt þessi fækk- Færri búlkskip fórust 1995 en árið á undan. un hafi orðið milli áranna þá eru allir möguleikar á að fækka þessum slysum enn frekar, ef tekið er mið af að fimm þess- ara slysa voru af mannlegum orsökum. Frá árinu 1990 hafa 118 búlkskiþ farist eða verið dæmd ónýt sökum tjóns. í 34 þessara slysa fórust menn, en 31 % má rekja til árekstra og að skip strönd- uðu. ■ SJÓMANNABLAÐIÐ VfKINGUR 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.