Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Blaðsíða 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Blaðsíða 60
* Islensku sjómennirnir Tixri: Gyi.h Ægisson Lag: Gyi i i Ægisson Um sjómanninn á Islandi, það segja má með sann, að sitthvað heftir hann af hendi Ieyst. í norðan byl og stórsjó, oft staðið hefiir hann, hugrakkur þó stormar hafi geyst. Bláum, köldum höndunt oft farið hefiir um fisk, fisk sem fólk í landi borðar ylvolgan af disk. Nú skal ég hafsins hetjur, helja ykkar skál, hugur ykkar minnir mig á stál. Já, sjómenn hér við ísland hafa marga hildi háð, og hafið búið mörgum vota gröf. En minning þeirra manna, mun aldrei verða máð á meðan sigla fley um heimsins höf. Ég, sjómenn, vil að lokum þakka ykkur, þeim er þreyttir, kaldir, blautir okkur færið auðinn heim. Nó skal ég hafsins hetjur, hefja ykkar skál, því hugur ykkar minnir mig á stál. „Þessir „shiphoj“-textar eru blekking. Lífið á sjónum er ekki hvítir mávar, jóðlandi góðglaðir hásetar í tandurhreinum stakk að steppa við þorskinn á meðan eigin- konan, umkringd hústnum sjó- mannsefnum, lítur upp frá upp- vaskinu og horfir dreymandi aug- unt út um eldhúsgluggann á hafs- ins hetjur skríða á drekkhlöðnum öldufákum inn á lygnan fjörðinn. Raunveruleikinn er ntiklu beiskari...“ Bubbi Morthens í Helgarpóstinum 22.2. 1980. ElGIN REYNSLA f TEXTA „Þegar ég gaf út mína fyrstu sólóplötu var ég á Björgvini með Sjonna frá Engey. Ég hafði verið lengi á sjó, bæði á togurum og bátum, og var einfaldlega að koma frá mér hugsunum mínum um sjómennskuna. Nú hefur sjómannsstarfið breyst mikið og átján ár liðin síðan ég hætti. Sjórinn heillaði mig þegar ég var ungur og gerir reyndar enn.“ Gylfi réð sig fyrst, þá fimmtán ára, á togar- ann Hafliða frá Siglufirði. Síðan lá leiðin á Akureyrartogarana og þaðan um borð í Hofsjökul. „Þá fann hann lyktina af bátun- um og heillaðist af bátasjómennskunni." Hann segist hafa verið með mörgum góð- um sjómönnum. Um fjóra þeirra hefur hann samið lög og texta; Sjonna frá Engey, Gtísta guðsmann, Gölla Valda og nú síðast um Steina Ara. Gylfi lærði ungur á harmóníku og síðar á gítar. Hann les þó ekki nótur og semur öll sín lög með því að leika á hljómborð beint inn á segulband. SVIÐSLJÓSIÐ HEILLAÐI EKKI Þegar Gylfi kemur fram á sjónarsviðið með sín lög hefur verið lægð í gerð dægurlaga sem fjalla um sjó og sjómennsku. Hann segir að líklega hafi verið þörf fyrir nýsköpun á þessu sviði, því í þættinum A frívaktinni átti hann oftast fjögur til sex lög í rúmlega klukkustundar þætti. Fljótlega fóru popparar þess tíma, Rúnar Júlíusson og Gunnar Þórðarson, að sýna lögum Gylfa áhuga. Þeir gáfu lög hans út og þar með rúllaði boltinn og fyrstu lögin hans urðu öll vinsæl áður en hann gaf út sína fyrstu sólóplötu. Seinna hóf Gylfi samstarf við Rúnar og áhöfnina á Halastjörnunni. Hvertiig tilfinning var paSfyrir sjómann aS verSa poppstjama? „Það var mjög skrítin tilfmning, en ég hef alltaf átt erfitt með að standa á sviði og ég tala nú ekki um ef sjónvarpsvélar eru á sveimi í kringum mig. Ég var líka nokkuð blautur á þessum tíma og hættan er meiri í skemmt- analífinu en um borð í netabát,“ segir Gylfi. Framan af stundaði Gylfi sjóinn ásamt því að semja og leika inn á plötur. Lagið íslensku sjómennirnir varð til á tuttugu mínútum í landlegu á Hornafirði. Ánægðastur með KONUNNI OG HUNDINUM Aðspurður segist Gylfi ekki hafa tölu á þeim plötum sem geyma lög hans, en sjálfur hefur hann gefið út níu plötur frá því hann gerðist einyrki fyrir átján árum. „Ég fór að mála fyrir sjómenn myndir af bátunum þeirra og lét smíða falleg stýri utan um. Ég fór hringinn í kringum landið, sýndi mönnum það sem ég var að gera og tók niður pantanir. Margir þessara báta eru ekki til lengur og því eru þetta miklar heimildir. Ég hef haft nóg að gera í málverkinu og laga- smíðinni og er mjög ánægður með mitt. Mér fellur ekki að vera í sviðsljósinu og er ánægðastur með konunni og hundinum,“ segir Gylfi Ægisson. Jóhanna Á. H. Jóhannsdóttir »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.