Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Blaðsíða 64
eíttAvíií <%ott í&Þ$ií
STEIKTUR LANGHALI L' Veltið fiskinum upp úr hveiti, kryddið
fyrir fjóra með salti og pipar og steikið í vel heitri olíu
á pönnu í u.þ.b. eina mínútu á hvorri hlið.
1 kg af roð- og beinlausum langhala,
skorinn I hæfilega bita
hveiti og olía til að steikja upp úr
Sósan:
1 gult epli, skorið í bita
1 lítil dós ananas í bitum
1 banani, skorinn í bita
2 msk. kókosmjöl
1 msk. karrí
1 dl mysa eða hvítvín
21/2-3 dl rjómi
f Véla-
viðgerðir
= HEÐINN =
SMIÐJA
STÓRÁSI 6 • GARÐABÆ • SIMI 565 2921 • FAX 565 2927
Hönnun • smíði • viðgerðir • þjónusta
Takið fiskinn af pönnunni og haldið heit-
um. Setjið ávexti, karrí og kókosmjöl á pön-
nuna og steikið í mínútu. Setjið vín eða
mysu og rjóma á pönnuna og sjóðið þar til
þykknar. Skiptið sósunni á fjóra diska og
berið fram með soðnum kartöflum eða hrís-
grjónum og salati.
Steiktur háfur með humarsmjörsósu
fyrir fjóra
1 kg roð- og beinlaus háfur
hveiti og olía til að steikja upp úr
Sósan:
2 laukar, fínsaxaðir
1 stk. fennel, skorið í bita
1 tsk. fennelfræ
3 dl gott og sterkt humarsoð
maísenamjöl til að þykkja með
30 g kalt smjör
Veltið fiskinum upp úr hveiti, kryddið
með salti og pipar og steikið í snarpheitri
Úlfar Finnbjörnsson er margverðlaunaður
matreiðslumeistari, en hann á og rekur veitinga-
staðinn Jónatan Livingston Máv í Reykjavík.
Hann gefur okkur hér uppskriftir sem eru þess
virði að reyna, bæði um borð og eins heima.
olíunni á pönnu í u.þ.b. eina mínútu á
hvorri hlið. Takið fiskinn af pönnunni og
haldið heitum. Hitið lauk, fennel og fennel-
fræ á pönnunni og hellið humarsoðinu yfir.
Sjóðið niður um helming. Þykkið með
maísenamjöli ef þarf. Bætið köldu smjöri
saman við og eftir það má sósan ekki sjóða.
Gott er að bragðbæta sósuna með skvettu af
Pernod eða Sambvca. Berið fram með
soðnum kartöflum og salati. ■
Eiser-umboðið á íslandi: Bláskjár, sími 55 15 400, fax 55 15 402
Blaskjar@vortes.is http://www.vortex.is/Eiser
Eiser
Bylting í
wanmafötum!
• Eiser-varmanærfötin
• halda þér heitum og þurrum
• lagskipt og rakadræg
• silkimjúk
• níðsterk og endingargóð
• þola þvott á 60° og þurrkun í þurrkara
• sítt bakstykki
• flatur saumur
• bómull og polyester (modal)
» halda einangrunargildi sínu þótt þau blotni
í umhverfisvæn framleiðsla
1 frábær á sjóinn og í alla útivist
sendum í póstkröfu - sími 55 15 400
Sölustaðir: Reykjavík: Sportkringlan, Veiðihúsið, Veiðilist. Hafnarfjörður: Veiðibúð Lalla. Grindavfk: Mónakó. Sandgerði: Verslunin Sund
Kefiavík: Skeljungsbúðin. Vestmannaeyjar: Verslunin Miðbær. ísafjörður: Olíufélag útgerðarmanna. Akureyri: Sportver.
64
Sjómannablaðið Víkingur