Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Blaðsíða 10
Birgir Holm Björgvinsson, gjaldkeri Sjómannafélags Reykjavíkur:
Fáum ekki aðstoð hér
Birgir Hólm
Björgvinsson:
„Umræöan innan ASÍ er
mest um hvernig eigi að
stjórna landinu, en það
kemur þeim ekkert við.“
Sjómannafélag Reykjavíkur
hefur náð samkomulagi við
útgerð Daníels B. um að um
borð séu nú íslenskir hásetar.
„Við vorum búnir að óska eftir
viðræðum við útgerðina, en
árangurslaust. Þegar allt benti
til þess að ekki yrði við okkur
rætt leituðum við til Norræna
flutningaverkamannasam-
bandsins um aðstoð. Eins
boðuðum við verkfall og send-
um boðunina til útgerðarinnar
og ríkissáttasemjara Eftir það
áttum við fund með útgerðinni
þar sem gengið var frá þessu
og okkar menn eru komnir um
borð,“ sagði Birgir Hólm Björg-
vinsson, gjaldkeri Sjómanna-
félags Reykjavíkur.
Birgir segir að nú séu ís-
lenskir hásetar og íslenskur
skiþstjóri um borð í Daníel B.
„Með aðstoð erlendis er
hægt að berjast í þessum mál-
um, ekki fáum við aðstoð
hérna heima, það kemur ekk-
ert frá ASÍ. Það tekur allt meiri
tíma hér heima og úti gerist allt
hraðar. Þar vita menn líka um
hvað þetta allt snýst. Sam-
staðan er það takmörkuð hér
heima."
7/7 að fá ykkar menn um
borð íDaníel B. beittuð þið
skyndiverkfalli. Er ekki hætta á
að sá möguieiki hverfi ef frum-
varp félagsmálaráðherra verður
samþykkt á Alþingi?
„Það er eitt af því sem mun
gerast, það virðist stefnt að því
að dreþa litlu stéttarfélögin. Ég
hef heyrt því fleygt að þegar
verið var að semja frumvarþið
höfum við hjá Sjómannafélagi
Reykjavíkur verið notaðir sem
dæmi um hvað lítið verkalýðs-
félag getur haft mikil áhrif,
getur stoþpað sjóflutningana.
Frumvarpið er samið fyrir VSÍ.
Það leikur enginn vafi á því í
mínum huga.
Þessir menn sem vilja hafa
frelsið í hávegum ættu að líta
sér nær. Þar á ég meðal ann-
ars við Davíð Oddsson. Þeir
segjast vilja færa valdið til hins
almenna félagsmanns í stéttar-
félögunum. Davíð Oddsson
var kosinn formaður Sjálfstæð-
isflokksins með rúmum 600
atkvæðum en ég veit ekki
betur en félagar í Sjálfstæðis-
flokknum séu yfir 14 þúsund.
Hann ætti að byrja á sjálfum
sér áður en hann fer að hafa
áhyggjur af lýðræði í öðrum
félögum. Tilgangurinn var sá
að miðstýra öllum samningum
inn í ASÍ. Þetta frumvarp er út í
hött.“
Þú talar ekki vel um ASl.
„Ég vil að Sjómannasam-
bandið og Verkamannasam-
bandið gangi út úr ASÍ, við
höfum ekkert að gera með að
vera innan félagsins. Ég get
ekki séð að unnið sé fyrir laun-
þega. Umræðan innan ASÍ er
mest um hvernig eigi að stjórna
landinu, en það kemur þeim
ekkert við. Það eina sem þeir
eiga að gera er að tryggja að
fólk fái sem mest borgað fyrir
sína vinnu. Fiskimenn eiga til
að mynda enga samleið með
ASÍ. Ég veit ekki hvort það er
rétt sem ég hef heyrt, að í stað
þess að aðildarfélög ASÍ greiði
fast gjald af hverjum félags-
manni sé vilji til að félögin greiði
af innkomu. Það yrði til þess að
Sjómannafélag Reykjavíkur
þyrfti að greiða mun meira en
við gerum í dag. ASÍ er orðið
mikil stofnun. Við höfum beðið
þá að styðja okkur en það
kemur aldrei neitt frá þeim.
Ég vil að nú þegar verði
settar fram kröfur um 100 pró-
sent launahækkun og ef ekki
takast samningar verði verkfall
boðað um næstu áramót. Það
hafa þá allir háift ár til að
ganga frá samningum. Það er
siður að samningar dragist í
marga mánuði, hvað ætli at-
heima
vinnurekendur hafi grætt á
þessu? Það er annað sem ég
hef heyrt, en það er að útgerðir
ætli sér að hafa frystiskipin á
sjó á sjómannadaginn. Það
verður að kæfa þetta í fæð-
ingu. Til að geta gert það verð-
ur að fara fram leynileg at-
kvæðagreiðsla þar sem allir í
áhöfninni verða að samþykkja.
Eins er möguleiki að menn sigli
undir fölsku flaggi, segist ætla
að landa í erlendri höfn. Sjó-
mannadagurinn er heilagur og
það ber að halda hann hátíð-
legan. Þetta sýnir bara hvernig
atvinnurekendur reyna að valta
yfir okkur á öllum sviðum.
Atvinnuleysið er óskastaða
atvinnurekenda og ríkisstjórn-
arinnar. Eftir því sem atvinnu-
leysið varir lengur verður meira
og meira afgerandi hvað fram-
koma atvinnurekenda versnar.
Við verðum ekki mikið varir við
þetta í Reykjavík, þar sem hér
eru góð fyrirtæki, en við heyr-
um daglega frá mönnum úti á
landi, sérstaklega er þetta
áberandi með Vestfirðinga.
Það eru dæmi um að menn fái
ekki laun í veikindum og fleira
og fleira. Eina sögu heyrði ég
af manni sem handleggsbrotn-
aði úti á sjó og þegar hann
kom með vottorðið til útgerð-
arinnar var hann spurður hvort
hann væri að hætta! Þetta er
hótun og þessi saga er Ijót ef
hún er sönn.“
Birgir segir dæmi um sam-
stöðuleysi verkalýðsfélaga
vera mörg. Hann tók sem
dæmi rækjustríðið í Stykkis-
hólmi þar sem áhafnir þriggja
báta stóðu í baráttu við út-
gerðina. Birgir segir að þar hafi
ASÍ átt að beita sér og hóta að
engin rækja yrði unnin hjá
Sigurði Ágústssyni ef þvinga
ætti sjómenn til að róa á öðru
verði en úrskurðarnefndin
ákvarðaði. ■
10
SjÓMANNABLAÐIÐ VlKINGUR