Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1996, Blaðsíða 56
Veðurþjónusta við sjómenn á fjarlægum miðum Tækniþróun og ný þekking Á undanförnum árum hafa orðið mikiar breytingar á veðurþjónustu í hinum tækni- væddari hluta heimsins. Þær má einkum rekja til framfara í tölvu- og fjarskiptatækni og aukinnar þekkingar á lofthjúpnum og hreyfingum hans. Þetta hefur leitt til þess að nú ráða menn yfir gríðarflóknum reiknilík- önum sem nota má til að líkja eftir ástandi lofthjúpsins og breytingum á því. Með mjög öflugum tölvum er nú unnt að reikna út hvernig líklegast er að veður muni þróast nokkra daga fram í tímann. Jafnframt er nú orðið unnt að gera mun nákvæmari tölvuspár til skamms tíma en var fyrir örfáum árum. Nýjar fjarskiptaleiðir breyta einnig um- hverfi sjóveðurþjónustunnar. Lengst af hefur veðurfregnalestur í útvarp verið eina raun- hæfa leiðin til að koma veðurupplýsingum til sjómanna en á síðustu árum hafa nýjar leiðir opnast, svo sem NAVTEX og INMARSAT. Þó að hinn hefðbundni veðurfregnalestur eigi vissulega enn fullan rétt á sér hlýtur þróun sjóveðurþjónustu einkum að beinast að því að nýta á skynsamlegan hátt kosti hinnar nýju tækni tii að framleiða veðurupplýsingar og miðla þeim. Markmið sjóveðurpjónustu Meginmarkmið sjóveðurþjónustu hefur alla tíð verið og er enn að tryggja öryggi sjófarenda eftir því sem kostur er. Án þess að á nokkurn hátt sé dregið úr þeirri áherslu, sem lögð hefur verið á öryggisþáttinn, getur þó verið hollt að gera sér grein fyrir því að markmiðið er í raun tvíþætt: Annars vegar hreint öryggissjónarmið þar sem megináhersla er lögð á að vara við og segja fyrir um yfirvofandi illviðri sem krefst þess að sjómenn bregðist við þegar í stað, t.d. með því að haida til hafnar eða hætta við að róa. Hins vegar hagkvæmnisjónarmið þar sem einkum er hugað að því hvernig haga megi sjósókn með sem hagkvæmustum hætti. Þótt þessi þáttur megi aldrei skyggja á hinn fyrri verður hann þó stöðugt mikilvægari á dögum strangrar fiskveiðistjórnunar og sóknar á fjar- læg mið. Þegar sjóveðurþjónusta er skipulögð er æskilegt að hafa þetta tvíþætta markmið í huga. Veðurstofa íslands er á tímamótum. Mik- ið verk er framundan við að nýta alla þá kosti sem nú bjóðast til að veita mönnum til sjós og lands nákvæmari og áreiðanlegri veður- upplýsingar en áður hefur verið unnt. Veður- stofan hefur nú aðgang að þeim tölvuspám sem bestar þykja í heiminum. En orðið tölvuspá er að vissu leyti rangnefni. Réttara er að líta á þær reikniniðurstöður, sem frá líkönunum koma, sem efnivið í spár en sem fullunna vöru. Áður en hægt er að afhenda þær notendum þarf að vinna úr þeim á ýmsan hátt og búa um þær, rétt eins og fiskinn, í hentugum neytendaumbúðum. Sex daga veðurspár Fyrir þá, sem sækja á fjarlæg mið, dugir hin hefðbundna veðurspá, veðurhorfur næsta sólarhringi, fullskammt til að skipuleggja veiðar nokkra daga fram í tímann. Veður- stofan hefur reynt að verða við óskum um slíkar spár með því að draga upplýsingar út úr tölvuspám og setja þær upp á heppilegan hátt. Upphaf þeirrar þróunar má rekja til óska sjómanna um veðurspár fyrir Smuguna. Til þess að senda veðurspár þangað frá íslandi verður að notast við INMARSAT en slíkar sendingar eru dýrar og er verðið í réttu hlut- falli við lengd textans. Eitt af meginmarkmiðum framsetningarinnar var því að þjappa eins miklum upplýsingum og unnt er í sem stystan texta. Valin var sú leið að setja spána upp í töflu þar sem tilgreind eru spágildi einstakra veðurþátta (vinds, hita og loftþrýstings) á tilteknum stöðum. Spágildin eru endurtekin með sex klukkus- tunda bili fyrsta sólarhringinn en síðan með tólf klukkustunda bili til loka spátímabilsins, sem getur verið allt að sex sólarhringar. Þessi framsetningaraðferð virtist falla þeim allvel í geð sem reyndu hana. Dæmi um spá af þessu tagi. Þótt spáin virðist gerð fyrir einn tiltekinn punkt ber í raun fremur að líta á hana sem spá um dæmigert veður á svæði sem er hálf önnur lengdargráða sinnum hálf önnur breiddargráða á stærð. Viðmiðunarpunktur- inn er á svæðinu miðju. Það orkar reyndar mjög tvímælis að setja spána fram á sama hátt fyrir allt spátímabilið. Slíkt gæti bent til þess að spáin væri álíka örugg allan tímann en það er alls ekki raunin. Ef framsetningin væri í samræmi við það hve áreiðanleg spáin er ætti að setja síðari hluta hennar fram með mjög loðnu orðalagi og stundum jafnvel alls ekki. Reglulegar prófan- ir, sem gerðar eru á tölvuspánum, benda til að vart sé verjandi að spá einstökum veður- þáttum á þennan hátt lengra en þrjá sólar- hringa fram í tímann. Síðari hluta spárinnar verður því að Iíta á sem fremur óljósa vís- bendingu um hvað kunni að vera í vændum. En þótt ekki sé vert að leggja allt of mikinn trúnað á spána fyrir fimmta og sjötta dag má þó hafa af henni dálítið gagn. Ef spáin er sjálfri sér samkvæm frá degi til dags eykur það líkur á að um sæmilega trausta spá sé að ræða. Ef spánni fyrir fjórða dag, spánni fyrir fimmta dag frá deginum áður og spánni fyrir 56 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.