Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Blaðsíða 56
J. Hinriksson ehf
Vöruþróun í samstarfi
við Háskóla íslands
Sem leiðandi fyrirtæki i framleiðslu tog-
hlera í heiminum hefur J. Hinriksson komið
fram með margar nýjungar á undanförnum
árum sem hefur styrkt stöðu fyrirtækisins,
jafnt hér á landi sem erlendis. Þessa sterku
markaðsstöðu má að hluta til rekja til þeirr-
ar miklu þróunarvinnu sem fyrirtækið legg-
ur í áður en nýir toghlerar eru settir á mark-
að, segir Atli Már Jósafatsson, sölu- og
markaðsstjóri fyrirtækisins.
Fyrir tæpum sex árum hóf J. Hinriksson
samstarf við verkfræðideild Háskóla fs-
lands í þróun og rannsóknum á flæði tog-
hlera sem hefur stytt þróunarferlið til muna.
„Hugmyndir að nýjum hlerum vakna hér
innan húss og við grunnvinnum þær hér,
en förum síðan með þær til Háskólans. Þar
eru þær prófaðar í tölvu Háskólans, en til
gamans má geta þess að forritið sem not-
að er, er það sama og Boeing flugvéla-
framleiðendurnir nota. Útreikningar Há-
skólans sýna okkur skverkraft og viðnám
hleranna i sjó sem segir okkur hversu hag-
kvæmir viðkomandi hlerar eru,“ segir Atli
Már.
Þegar hagkvæmasta lausnin er fundin er
smíðað módel af hlerunum, sem síðan er
prófað í tilraunatanki. Lokaprófanir fara
síðan fram um borð í íslenskum togskipum
og á skipum Hafrannsóknarstofnunarinnar.
„Á þennan hátt höfum við þróað nýjustu
gerðir af hlerum J. Hinrikssonar og náum
meiri hagkvæmni með markvissari vinnu-
brögðum í þróunarvinnunni," segir Atli Már.
Enn ein ný gerð toghlera er að koma á
markað um þessar mundir frá J. Hinriks-
syni og hefur verið í notkun á Sjóla frá
Hafnarfirði. Hér er um að ræða nýja gerð
fjölnota toghlera sem hafa fengið spænska
heitið „El Cazador" sem merkir „Veiðimað-
urinn“ á íslensku.
Atli Már segir hlerana þróaða upp úr
tveimur eldri gerðum toghlera fyrirtækisins,
það er „Concord" V-laga botntrollshlerun-
um og „Tveggja Spoilera" flottrollshlerun-
um. Nýttir eru kostir flottrollshlerans, sem
Atli Már segir vera einn þann kraftmesta á
markaðnum og í „El Cazador" hlerunum
koma þeir þannig fram að hægt er að láta
hlerana vinna óháða botnsnertingu þar
sem aðstæður leyfa. „El Cazador" hlerarnir
eru hannaðir með það fyrir augum að nýt-
ast bæði til flot- og botntrollsveiða þannig
að hægt er að nota þá við botntrollsveiðar
án þess að vera á botninum.
Cetrek ProPilots 731 og 741
Ný sjálfstýring, ný tækni fyrir stærri báta.
Tengist seguláttavitum, gyro, GPS og plotter.
Hægt er að tengja aukastjórnpúlt, hlutfallastýri,
stýrisvísi og áttavitaaflestur.
I f
6** r-,,. . o — TmT^m w . . *
O o Já
<a fs> 1
OR.SIGMUNDSSQN
Fiskislóð 84 • Sími 520 0000 • Fax 520 0020
56
Sjómannablaðið Víkingur