Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 14
Viðtal við Árna Bjarnason, forseta FFSÍ, um nýjan kjarasamning sjómanna og LÍÚ sem undirritaður var í október. Atkvœðagreiðsla fer nú fram meðal sjómanna um samninginn Samningurmn mjög mikiívægt skrej í rétta átt Segja má að tímamót hafi orðið í sam- skiptum sjómanna og útvegsmanna þeg- ar fulltrúar LÍÚ og sjómanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning laugardaginn 30. október að afloknum löngum og ströngum samningaviðræðum. Búið var að lýsa yfir að farið yrði að leita verk- fallsheimilda. Póstkosning fer nú fram meðal sjómanna og stendur hún til 31. desember. Forystumenn FFSÍ hafa farið víða til að kynna samninginn fyrir félags- mönnum, ræða innihald hans og svara fyrirspurnum. Árni Bjarnason forseti FFSÍ greinir frá gangi mála í eftirfarandi viðtali við Víkinginn. Það er geysilega mikilvægt að það tókst að semja yfirhöfuð og ég veit ekki hver hefði eiginlega verið staða stéttarfé- laganna ef samningar hefðu ekki tekist. Nú erum við með menn sem hafa verið 12 ár á sjó án þess að hafa róið undir kjarasamningi sem stéttarfélag þeirra hef- ur gert við LÍÚ án verkfalls. Það hefur ekki gerst síðan 1992. Samningurinn er geysilega mikilvægt skref í rétta átt og ég hefði aldrei skrifað undir ef ég hefði ckki haft þá trú að í heild væri samningurinn til hagsbóta fyrir mína menn, segir Árni í upphafi viðtalsins. -Hvað varð til þess að það tóhst að nd samningum núna? Það eru eflaust margir samverkandi þættir sem urðu þess valdandi. Fyrir það fyrsta held ég að þetta sé í fyrsta skipti sem menn ræða um samninga út frá því markmiði að stefna á svokallaða raun- mönnun á flotanum. Það má segja að lausnin hafi falist í því hvernig farið var í mönnunarmálin og sá vandamálapakki leystur. Þetta var lykillinn að því að samningar tókust og þegar um hægist vil ég trúa að framvegis verði hreinlega jafn margir menn á hverju skipi og þörf er fyrir og þeir beri þá að öllu jöfnu meira úr býtum hver og einn. Það stenst ekki í mínum huga að hægt sé til lengri tíma litið að ná hámarksafkomu fyrir útgerð, út úr fiskiskipi sem er undirmannað. Raunar er grunnhugsunin sú með samn- ingunum að allir eigi að hafa það betra en áður, en þó geri ég mér fulla grein fyr- ir því að það eru dapurleg frávik frá því. Mönnun og skiptaprósenta Ég held að öllurn sjómönnum sé ljóst að þetta náðist fram tneð samspili við mönnunarmál og skiptaprósentu. Það er misjafnt milli útgerðarflokka hvernig kostnaðurinn við að ná þessum réttind- um dreifist, allt frá því að útgerðin taki á sig stóran hluta kostnaðarins yfir í það að kallarnir borga þetta nánast sjálfir. Þetta er misjafnt milli flokka og því gekk brösuglega að ná lendingu í þessu máli. í grunninn var þetta unnið út frá reikni- líkani sem hvert einasta skip í flotanum var inn í. Þar vorum við með lögskrán- inguna á öll skipin hvern mánuð allt árið 2003, aflaverðmæti á hvert skip og afla- hluti sem og allar aðrar upplýsingar sem tengjast útgerð á hverju einasta skipi. Með þessar upplýsingar í farteskinu gát- um við hringlað með forsendurnar fram og aftur, breytt einhverju einu atriði og séð hvaða áhrif það hafði á þann skipa- flokk og hver áhrifin yrðu á heildarút- komu útgerða á landsvísu. Með þessu var fundin meðalmönnun i hverjum skipaflokki. Síðan má segja að í flestum tilvikum, þar sem því var viðkomið, var einum manni bætt við þessa meðal- mönnun, búin til fölsk mönnun ef svo má segja. Svo fylgir textLsem hljóðar á þá leið, að um hvern mann sem fækkar eða fjölgar í áhöfn, skal skiptaprósentan hækka eða lækka þetta mikið. Ef við segjum að um sé að ræða ísfisktogara þar sem meðalmönnunin er 15 þá er skipta- prósentan þetta mikil miðað við 16 menn en lækkar svo um ákveðna pró- sentu við hvern sem fækkar. Þeir fjár- rnunir sem skapast við fækkun um einn mann eru nýttir til þess að sjómenn fái þennan félagsmálapakka sem mikið hef- ur verið barist fyrir. Þessi lækkun er met- in að meðaltali á flotann á 3% en á móti koma þessi auknu réttindi varðandi líf- eyrissjóð, séreignasparnað, sjúkrasjóð, Árni Bjarnason forseli FFSÍ orlofssjóð og hækkandi orlof með aukn- um starfsaldri en þessir þættir eru metnir á 3.6 %. Auk ofangreindra þátta eru all- mörg atriði sem metin eru til kjarabóta s.s. löndunarfrí á uppsjávarskipum, upp- sagnarfrestur, hækkun ahnennra launa- liða, ný olíuverðsviðmiðun og fl. sem samtals er metið er til kostnaðarauka fyr- ir útgerðina. Eins og ég sagði áðan er það misjafnt milli flokka að hve miklu leyti sjómenn taka þátt í þessu. 14 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.