Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Qupperneq 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Qupperneq 30
24. október 1972. Þeim hefði aðeins ver- ið leyft að taka um borð menn af sjúkra- húsum og setja veika menn í land. Þetta mun vera rétt, þvi í Deutsche Fischerei segir að fljótlega eftir útfærslu á land- helgi árið 1972 hafi íslensk hafnaryfir- völd lokað á þjónustu við þessi eftirlits- og sjúkraskip hvað varðar útvegun drykkjar-, matvöru og annan kost sem og viðgerðarþj ónustu. Ásökunum um að þýsk eftirlits- og sjúkraskipin stunduðu njósnir um ferðir íslensku varðskipana neituðu vestur-þýsk stjórnvöld. Þann 12. september áréttuðu þau að þau viðurkenndu aðeins tólf mílna landhelgi. Þetta mun hafa verið fyrirsláttur hjá þýsku yfirvöldunum, því daginn eftir viðurkenndi talsmaður þýska landbúnaðarráðuneytisins að hugsanlega gæfu vestur-þýsk eftirlits- og sjúkraskip upplýsingar um ferðir ís- lenskra varðskipa. 200 mílna efnahagslögsaga Ný reglugerð um 200 mílna fiskveiði- landhelgi við ísland var undirrituð af Matlhíasi Bjarnasyni sjávarútvegsráð- herra 15. júní 1975 með gildistöku 15. október 1975. Fulltrúar allra stjórnmála- flokka sem sæti áttu á Alþingi voru ein- huga um þessa útfærslu og gildistökudag reglugerðarinnar. Flestar þjóðir heims höfðu þá lýst því yfir á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna að þær styddu rétt strandríkis til að helga sér 200 mílna efnahagslögsögu. Og þá höfðu allmargar þjóðir lýst yfir að þær mundu taka sér 200 mílna fiskveiði- og efnahagslögsögu. Meðal þeirra voru Bandaríkin, Kanada, Mexíkó og Noregur. Fulltrúar Breta á ráðstefnunni höfðu lýst fylgi við 200 mílna efnahagslögsögu og háværar raddir í breskum blöðum höfðu krafist þess að ef Efnahagsbandalagið hefði ekki lýst yfir 200 mílna efnahags- lögsögu frá 1. janúar 1977 yrðu Bretar einir að lýsa yfir slíkri lögsögu. Fiskveiðisamningurinn við Breta frá 13. nóvember 1973 rann út 13. nóvem- ber 1975. íslendingar höfðu þá þegar lýst yfir 200 mílna efnahagslögsögu. Bretar héldu þá áfram veiðum sínum eins og ekkert hefði í skorist og létu sem sam- komulagið væri enn í gildi. Þann 19. nóvember sendu Bretar síðan herskip inn i landhelgina til hjálpar landhelgisbrjót- um. Á miðunum var Landhelgisgæslan látin framfylgja hinni nýju reglugerð um út- færslu landhelginnar í 200 mílur af fullri hörku. Á fyrsta degi hinnar nýju efna- hagslögsögu kom ekki lil neinna vand- ræða við að reka vestur-þýska togarana út fyrir landhelgismörkin. Þeir hífðu trollin þegar varðskipin birtusl og fóru út fyrir án nokkurra vandræða. Hins vegar voru Bretar ekki eins samvinnuþýðir og klippt var á togvíra tveggja breskra togara á fyrsta deginum. Daginn eftir fékk vestur- þýskur togari sömu útreið en hann hafði þrjóskast við og neitað að hífa trollið. Það sem eftir var mánaðarins átti Landhelgis- gæslan i stímabraki við vestur-þýsku tog- arana en þeir síðarnefndu sóttu stíft inn í landhelgina en hífðu |xi upp veiðarfæri sín þegar varðskipin birtust. Þá bar til tíðinda að löndunarbann á íslensk fiskiskip í vestur-þýskum höfnum var aflétt rétt eftir hina nýju útfærslu. Það var gert til að liðka til fyrir fyrirhug- uðum samningaviðræðum við íslend- inga. Þjóðverjarnir báðu svo íslendinga um að láta vestur-þýska togara í friði meðan á viðræðum stæði. í lok októbermánaðar og fyrsta dag nóvember áttu fulltrúar íslensku ríkis- stjórnarinnar í viðræðum með fulltrúum V-Þjóðverja. Þar var gert samkomulag um veiðiheimildir til næstu tveggja ára. Samkomulagið var staðfest formlega 28. nóvember. Samkvæmt þeim samningi fengu Þjóðverjar leyfi til að veiða 60 þús- und tonn á ári næstu tvö ár. Samkomu- lagið átti að gilda til 28. nóvember 1977. Mikil almenn andstaða var gegn þess- um samningi og haldinn var fjölmennur útifundur i Reykjavík til að mótmæla þessari samningsgerð. Þrátt fyrir öll mót- mæli var samningurinn samþykktur á Al- þingi. Helsta ástæðan sem þingmenn gáfu fyrir því var sú að með því að semja við V-Þjóðverja gætu íslendingar einbeitt sér óskiptir að Bretunum en þeir voru eftir sem áður taldir vera skæðari and- stæðingur. Eins og fyrr var sagt gilti fiskveiði- samningurinn við V-Þjóðverja í tvö ár. Segja má þeim til hróss að þeir virtu samkomulagið að mestu og lítið bar á ó- löglegum veiðum vestur-þýskra togara á friðlýstum svæðum. Fyrsta árið höfðu aðeins tveir togarar verið strikaðir út af lista yfir þá sem máttu veiða hér við land. Þá voru eftir þrjátíu vestur-þýskir togarar sem höfðu leyfi til veiða innan við 200 mílna mörkin. Fiskveiðum V-Þjóðverja lauk svo end- anlega 28. nóvember 1977 þegar þýskir togarar yfirgáfu islenska landhelgi fyrir fullt og allt. Helstu heimildir: • Deutsche Fischerei 1970-75, Bundesministerium fúr Ernáhrung, Landwirtschaft und Fosten, Berlin, Verlag Gebr. Mann, 1971-75. • Hans G. Andersen, „Fiskveiðimörk ís- lands og hugtakið efnahagslögsaga”, Ægir 67-68. Ritstjórn: Már Einarsson og Jónas Blöndal, Reykjavík, 1974-75. • Lúðvík Jósepsson, Landhelgismálið i 40 ár. Það sem gerðis bak við tjöldin. Reykjavík, Mál og menning, 1989. • Þjóðviljinn 1975. Reykjavík 1975. Nýr þyrlulæknir til Landhelgisgæslunnar í þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar eru auk flugstjóra og flugmanns, stýri- maður (sigmaður), flugvirki (spilmað- ur) og læknir. Áður en menn geta haf- ið störf um borð i þyrlum Landhelgis- gæslunnar þurfa þeir að fara í gegnum ákveðna grunnþjálfun. Gísli E. Haraldsson læknir á slysa- deild Landspítala Háskólasjúkrahúss hefur verið í þjálfun hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar til þess að geta starfað sem þyrlulæknir. Hann hefur m.a. fengið grunnfræðslu um land- og sjóbjörgun, flugvallaröryggi og fengið leiðbeiningu um notkun nætur- sjónauka. Nýverið prófaði hann nokkrum sinnum að síga úr TF-SIF nið- ur í varðskip og var svo æfður í að síga úr þyrlu nið- ur á slétt- lendi og síð- an í fjall. Þar sem þyrlurn- ar tvær eru nokkuð frá- brugðnar þarf hann að taka sömu æfingar á TF- Lif. Jón Páll Ásgeirsson yfirstýrimaður á varðskipinu Ægi lók meðfylgjandi myndir um borð i varð- skipinu er Gísli og yfirstýrimaðurinn Páll Geirdal voru að búa sig undir að láta hífa sig úr varðskipinu upp í þyrl- una. 30 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.