Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 48
Hilmar Snorrason skipstjóri Utan úr heimi Heiðarleiki borgar sig Hver man ekki eftir áhrifaríkum myndum af kínverska stórflutn- ingaskipinu Fu Shan Hai sökkva í Kattegati á síðasta ári. Það var lítið pólskt gámaskip, Gdynia, sem sigldi á hið fyrrnefnda með þessum hörmulegu afleiðingum. Pólskur vakthafandi stýrimaður á Gdynia var nýlega dæmdur af dönskum dómstól fyrir atvikið. Stýrimaðurinn viðurkenndi strax að hann hefði verið valdur að árekstrinum með því að sinna ekki skyldum sínum sem skip- stjórnarmaður. Dönsku dómstólarnir mátu heiðarleika stýri- mannsins og dæmdu hann til að greiða 35.000 IKR sekt en jafn- framt hafði hann verið rekinn úr starfi frá útgerð skipsins og hafði ekki fengið starf frá því slysið varð. Hvað er hentifáni? Þessari spurningu er óhætt að fara að velta fyrir sér þar sem nýlega átti að lýsa danska alþjóðafánann DIS sem hentifána. Samkvæmt upplýsingum frá ITF hefur komið í ljós að skip sem stunda sigling- ar milli Bretlands og Irlands eru mörg hver með láglaunasjómenn við störf. Eru skip þessi undir ýmsum fánum en í siglingum fyrir bresk fyrirtæki. Á einu skipi kom í ljós að vikulaunin fyrir 48 tíma vinnu var 58 pund eða eitthvað unt 7.000 krónur. Á öðru skipi sem fengu úkranískir undirmenn 250 krónur á tímann. Enn ein útgerð sagðist hugsa vel um áhafnir sínar þegar ITF bar upp á þá að þeir borguðu léleg laun. Sagði útgerðin að þeir borguðu sjó- mönnum sínum lágmarkslaun i samræmi við ILO eða 30.000 krónur. Svo eru starfstéttir á íslandi að kvarta undan launum. Háhraðaferjur í hættu í kjölfar strands háhraðaferjunnar Katia undan Solent á Suður Englandi hefur breska sjóslysanefndin lagt til að ekki verði heimilt að hafa einungis einn mann við stjórn á slíkum skipum. Aðeins einn skipstjórnarmaður var á stjórnpalli þegar f 'rjan sigldi á land á 38 mílna hraða en sem betur fer urðu engin slys á farþegum. Hefur breska sjóslysanefndin beint þeim tilmælum til Alþjóðasiglingastofnunarinnar, IMO, að settar verði reglur sem skyldi þessi skip að vera ávallt með tvo skipstjórnarmenn á vakt í einu og að niðurröðun siglingatækja í brú verði stöðluð á öll- um skipum sem flokkuð eru sem háhraðaferjur. Ekki gantast með hlutina Tyrkneskur skipstjóri stórflutningaskips hefur verið vísað úr landi i Bandaríkjunum eftir að hann hafði sagt “í gríni” við strandgæsluna að hann væri með sprengju í lestinni. Skipstjórinn Yildirim Baya- yer Turner var dreginn fyrir dómstóla fyrir grinið og þrátt fyrir að lögfræðingurinn reyndi að lýsa honum sem velmenntuðum fjöl- skyldumanni, sem urðu á mistök í kjölfar ítarlegrar skoðunar strandgæslunnar á skipi hans, dugði það skammt. Eitthvað varð skipstjórinn pirraður út i strandgæslustrákanna sem varð til þess að hann kastaði þessu fram en í staðinn var honum kastað í fang- elsi, skipið kyrrsett í fleiri daga og ítarleg skoðun til viðbótar fram- kvæmd á skipinu áður en því var leyft að láta úr höfn. Og ekki nóg með það heldur líka nýjan skipstjóra um borð. Tumer skipstjóra var haldið í fangelsi frá því 22. júlí sl. þar til honum var vísað úr landi um miðjan október. Dómurinn sem hann hlaut var fangelsis- dómur upp á þá daga sem hann hafði setið í fangelsi og brottvísun úr landi. Bað Tumer bandarísku þjóðina afsökunar á athæfi sínu. Dómur í Limburg málinu Nýlega voru fimm menn dæmdir í 10 ára fangelsi í Yemen fyrir aðild að árás á franska olíuskipið Limburg fyrir tveimur áram Stœsta gámaskip til þessa CSCL Asia við afhendingu og nafnagift. síðan. Einn skipverji og fjöldi annarra slösuðust þegar risaolíu- skipið varð fyrir því að hraðbát hlöðnum sprengiefni var siglt í síðu skipsins þar sem það lá fyrir utan höfnina í Yemen í bið eftir lestun. Mennirnir sem að árásinni stóðu voru A1 Queda meðlimir og er talið að þeir hefðu fengið innanbúðar upplýsing- ar um skipið þar sem hraðbáturinn sigldi á eina tank risaskips- ins sem olía var í. Ný tegund þjálfunar Ástralska sjóslysanefndin hefur lagt til að allir yfirmenn skipa sem búin eru síritum eða svokölluðum svörtum kössum verði að hljóta ítarlega þjálfun í notkun og meðferð þessa búnaðar. Leggja þeir þetta fram í kjölfar þess þegar farþegaskipið Astor, sem oft hefur haft viðkomur hér á landi, strandaði undan Townsville þar í landi. Þegar átti að fara að skoða gögnin í sírit- anum kom í ljós að þau höfðu verið þurrkuð út. í ljós kont að yfirmenn skipsins sem eru Úkraínumenn höfðu ekki þekkingu að sögn til að taka afrit af gögnum síritans. í ljós kom að áhöfn- in hafði enga þjálfun fengið í notkun síritans né öðrum mikil- vægum þáttum í starfsemi skipsins. Ótti fælir menn frá Sú staðreynd að skipstjórar og aðrir yfirmenn eru í mikilli hættu á að verða hnepptir í fangelsi verði þeim á mistök í starfi hefur gert það að verkum að menn eru farnir að sýna minni á- huga á að taka við hærri stöðum um borð í skipum. Að meðal- tali eru 30 til 40 yfirmenn skipa í haldi um allan heirn á hverj- um degi. Hafa menn haldi því fram að verið sé að beita þessa menn glæpsamlegri meðferð og virðist sem að varðhald sé að færast enn í vöxt. Þessi stefna hefur verið við lýði allt frá því að olíuskipið Exon Valdes strandaði í Alaska fyrir 15 árum síðan. Það hefur einnig færst í vöxt að strandríki hafi i engu alþjóða- lög þegar kemur að málaferlum í sjóslysum og breyta þá lands- lögum þar um. Nú er svo komið að hafnsögu- og björgunar- menn eru að komast á sama stall og skipstjórnarmenn í þessum efnum. Ein lengsta kyrrsetning sem um getur er kyrrsetning gríska skipstjórans á Prestige sem fórst undan strönd Spánar fyrir rúmum tveimur árum síðan. Honum er haldið í Barcelona þar sem hann þarf að rnæta hjá lögreglu einu sinni í viku. í síð- asta mánuði bannaði spænskur dómstóll honum að snúa heirn til Grikklands. Alltaf stærri skip Stöðugt stækka gámaskipin og nýjasta skip Seaspan útgerðar- 48 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.