Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 22
Þórunni Green er það hugleikið hver urðu örlög föður hennar. “U-300 skaut fjórum skotum að Shirvan, tvö þeirra hittu, en þá er það spurningin hvað varð af hinum tveimur,” segir hún og lætur að því liggja að bátur föður hennar kunni að hafa orðið fyrir tundurskeyti án þess að skipverjar á þýska kafbátnum hefðu orðið þess varir. Eftir stendur að enginn veit hvað kom fyrir urn borð í Empire Wold. Hittust aftur á miðilsfundi “Ég lenti fyrir lilviljun á ntiðilsfundi hjá Hafsteini miðli í risíbúð á Laugaveginum mörgum árum eftir slysið. Ég fór nteð Mörtu systur minni, Guðrúnu Halldórs- dótlur ljósmóður og Kristínu systur sem átti heima i Þýskalandi á stríðsárunum. Ég þorði varla að fara, en lét mig hafa það. Ég var forvitin, og við mæðgurnar héldum alltaf í vonina að þetta væri bara misskiln- ingur, Harry mundi birtast okkur aftur. Hafsteinn sat á stól og kona við hliðina á honum. Ljósin voru dempuð. Fyrst kom lílil stelpa, síðan Rúnki sem sagði: “Það er bara fullt af útlendingum í kvöld.” Miðill- inn strýkur allt í einu á sér skeggið og sagði Marta þá að þarna væri Frederiksen gamli, pabbi eiginmanns míns, Gunnars Frederiksen. Og það var greinilega hann, það var ekki spuming. “Det er sgu meg! Kysstu Margréti á kinnina þegar þú sérð hana,” sagði hann. Margrét var konan hans og var á Vífilsstöðum. Ekki gat Haf- steinn miðill neitt vitað um það. Svo fer Hafsteinn að tala þýsku endalaust, þar kom maður sem reyndist vera kunningi systur minnar. Ég man alltaf eitt orð úr þessu samtali, Donnerwetter, sem þýðir víst þrumuveður, en er líka þýskt blóts- yrði,” segir María. “Svo gerist það að allt í einu er farið að tala ensku, það var þá pabbi hennar,” segir María og bendir á Þórunni dóttur sína. “Ég spurði Harry hvað hefði gerst. Hann sagði að hlutirnir hefðu gerst svo hratt að enginn tími hafi verið til að átta sig á neinu. “Ég féll frarn yfir mig og svo varð allt svart,” sagði hann. Allt í einu var allt yfirstaðið um borð í Empire Wold,” segir María Árnadóttir. U-300 var sökkt og ungi skipherrann lést Um borð í kafbátnum U-300 var Fritz Hein skipstjóri, hann var 25 ára eins og hinn ungi Oswin Green. Af hans völdum létu tugir manna lífið við Reykjanesið þann 10. nóvember 1944. Kannski 58 manns, því möguleiki er á því að tundur- skeyti frá kafbátnum hafi í raun grandað Empire Wold. Fyrst sökkti hann þennan morgunn 6 þúsund tonna olíuskipinu Shirvan, - og upp úr hádeginu Goðafossi, 1500 tonna farþega- og vöruflutninga- skipi sem landsmenn voru stoltir af. Goðafoss hafði verið forystuskip í lltilli María og Harty ásamt svarafólki sinu. María saumaði sjálf brúðarkjólinn sinn. þá sem féllu í stríðinu, en hún er á Tower Hill í London. Hafa þær mæðgur oftar en einu sinni heimsótt staðinn. Harry Green var fæddur í London 5. janúar 1919, en hafði ungum verið kom- ið í fóstur í Gravesend í Kent. Þegar fjöl- skyldan flutti síðar til London strauk hann úr vistinni og hafðist fyrst við hjá vinum og kunningjum í Gravesend. Barnungur fór hann í siglingar víða um veröld, líklega 14 ára, en sagðist vera sextán. Vinir hans frá Gravesend hafa haft samband við Maríu og Þórunni El- ísabetu dóttur þeirra Maríu og Harrys og tveir félagar hans hafa heimsótt ísland. Hvað grandaði stóra dráttarbátnum? María segir að hún hafi ævinlega haft á- huga á að vita meira um afdrif eiginmanns síns og félaga hans á Empire Wold. Alls- konar skýringar hafi komið fram. Ein þeirra var skiljanlega að þýski kafbáturinn U-300 hefði grandað bátnum, þriðja skip- inu þann daginn. Samkvæmt dagbókum skipsins er ekki svo að sjá. Aðrir hafa talað um slæmt veður þennan dag, að báturinn hafi hreinlega farist í veðurhamnum. Það þykir mörgum ótrúlegt, þetta skip var sterkt og þoldi mikið álag og sigldi um út- höfin. Veður var þar að auki ekki svo slæmt, hann var austanstæður, fimm vind- stig, þungbúið og skyggni fremur slæmt. Þetta kemur fram í dagbók þýska kafbáts- stjórans. Auk þess hefði brak átt að finn- ast, en aldrei fannst neitt úr Empire Wold. Þá hefur verið bent á að hugsanlega hefði skipið siglt á tundurdufl, en þeim hafði verið lagt í einskonar girðingu við siglingaleiðina inn Flóann til Reykjavík- ur. Þá hafa heyrst kenningar um að eitt tundurskeyta U-300 hafi fyrir slysni lent á dráttarbátnum og sökkt honum án þess að kafbátsmenn yrðu þess varir. 22 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.