Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Qupperneq 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Qupperneq 53
Bókin Úr koppalogni í hvirfilbyl eftir Guðmund G. Halldórsson frá Kvíslarhóli á Tjörnesi er komin út. Þar er sagt frá hetjum hafsins í gleði og sorg. Tveir kaflar úr bókinni fara hér á eftir Vorið 1945 var hleypt af stokkunum í Reykjavík mótorskipi, talið 47 tonn. Þetta var auglýsingabátur, smíðaður af Færeyingnum Peter Wigelund. Allir viðir voru miðaðir við þann styrkleika sem um 100 tonna skip væri að ræða. Bátur þessi var slík listasmíð að mikla alhygli vakti meðal sjó- og útgerðarmanna. Margir urðu til að bera víurnar í bátinn og svo fór að Húsvíkingar urðu hlut- skarpastir. Var nú gengið frá kaupum, báturinn afhentur og hiaut hann nafnið Hagbarður THl. Hagbarðsnafnið var gamalt í útgerðarsögu Húsvikinga. Hag- barður var nú í skyndi útbúinn til síld- veiða og var Þórarinn Vigfússon ráðinn skipstjóri. Þess má geta að Þórarinn var skipstjóri á Hagbarði allt þar til báturinn var seldur burt. Þórarinn var mjög far- sæll alla sína skipstjóratíð, aflaði vel og var svo vel virtur af undirmönnum sín- um að talað var utn að hann gæti hvenær sem er kallað þrjár áhafnir til skips. Ég sem þessar línur rita, minnist þess að aldrei hallaði orði milli áhafnar og skip- stjórans öll þau ár sem ég var í skipsrúmi hjá Þórarni og ekki skildum við fyrr en á þeirri stundu er jarðvist hans lauk. Slíkur var Þórarinn og er hann jafnframt einn eftirminnilegasti rnaður sem ég hef kynnst. Þriðja janúar 1947 kvöddum við ást- vini og frændur á bryggjunni á Húsavík. Meðal þeirra var hin danskættaða kona Þórarins, Magda (fædd Jensen) þá langt gengin með annað barn þeirra hjóna. Þegar sjómaðurinn kveður vaknar alltaf sama spurningin innst inni: Hvenær sjá- umst við næst? Haldið var af stað í þokkalegu veðri, en svo þyngdi sjó og var hálfleiðinlegt alla leiðina suður. Hagbarður reyndist af- bragðs sjóskip eins og ávallt upp frá því. Þegar við renndum inn í Reykjavíkur- höfn stóð yfir mikil þrettándagleði: Ljósadýrð, flugeldar, tónlist, dansleikir og gleði rnikil að okkur sýndist, enda gott veður í borginni. Það verður ekki annað sagt en að höfuðborgin tæki vel á móti okkur Húsvíkingum, rétt eins og hún vildi segja: „Verið velkomnir piltar!” Næsti dagur fór í að koma sér fyrir. Landmennirnir fengu aðstöðu lil íbúðar í Selbúðum ásamt ráðskonunni, Guðfinnu Jónsdóttur frá Húsavík. Hún var jafn- Guðmundur G. Halldórsson á yngri árum aldra mín og fermingarsystir, mikil gjörvuleikakona, enda hélst okkur ekki lengur á henni en til vors. Landformað- urinn var Guðni Jónsson, kenndur við Helgastaði á Húsavík, en húsið var kennt við Helga Flóventsson, tengdaföður Guðna, en langafa Bjarna Hafþórs Helga- sonar, Aðalsteins í Samherja og þeirra systkina sem flest eru þjóðþekkt. Síðan var beitt, en Hagbarður hafði beituskúr í „Lengjunni” sem kölluð var úti á Granda. Þannig hófst vertíðin og sjö skippund var aflinn fyrsta róðurinn. Þór- arinn skipstjóri sótti á og í vertíðarlok 1947 var hann næst hæstur allra þeirra báta sem reru frá Reykjavík. Hæsti bátur- inn þessa vertíð í Reykjavík var Dagur, skipstjóri Annelíus Jónsson. Ekki var þó munurinn mikill, aðeins nokkur skippund. Næsta vertíð fór líkt af stað. Stýrimað- ur var þá Helgi Bjarnason, faðir Bjarna Hafþórs sem áður var nefndur. Fyrsti vél- stjóri Haukur Sigurjónsson, Jónassonar útgerðarmanns frá Flatey; annar vélstjóri Jósteinn Finnbogason, fyrrnefndur þegar Óðinn fórst. Háseti var Bjarni Þorvalds- son, Húsvíkingur, sonur Þorvaldar Björnssonar, sjómanns sem var margsjó- aður skútukarl, heljarmenni á sinni tíð og svo mikill handfæramaður, að umtal- að var. Ég rak lestina sem kokkur, fór þó oft á dekk ef þurfa þótti. Bjarni Þorvaldar er einhver sá flinkasti goggari sem ég hef verið með á sjó. Hann beinlínis lék sér að því að taka fiskana við gellu, næstum oftast á sarna stað og var svo eldsnöggur að hrykki fiskur af á leiðinni upp úr sjó og að rúllu, náði Bjarni honurn oft áður en hafði fallið í sjó niður. Bjarni var mað- ur jafnlyndur, gamansamur og fundvís á hið spaugilega hvar sem það var að finna. Hann var afbragðs verkmaður, glettinn og svolítill grallari þegar honum tókst upp. Helgi, Jósteinn og ég vorum allir fé- lagar úr karlakórnum Þrym og sungum þar sína röddina hver. Helgi spilaði ntjög vcl á gítar og auk þess að vera frábær söngmaður þá var hann ágætis leikari eins og frændur hans, svo sem feðgarnir Sigurður Hallmarsson og Hallmar Sig- urðsson. Það þurfti því engutn að leiðast í návist Hagbarðsmanna. Enda kom það fyrir að við vorum fengnir til að skemnrta í einkahúsum í landi. Fjölmarg- ir þekktir rnenn kontu um borð til að skoða þennan glæsilega bát og ekki var óalgengt að þeir héldu á ýsubandi eða smálúðu þegar heim var farið. Ekki spillti fyrir þegar Guðni í Sunnu, þá blaðamaður og ljósmyndari á Tímanum, kom um borð, tók viðtal við skipstjórann og mynd af áhöfninni ásamt landmönn- um og bílstjóranum sem ók bæði bjóð- um og afla og var fastur starfsmaður við útgerð Hagbarðs hvað þetta snerti. Ég held að ég fari rétt með að hann héti Ingvi, frekar en Ingi, en Hannesson var hann og aldrei kallaður annað en „Ingvi Redd” sem merkir reddari. Það var bók- staflega ekkert sem hann gat ekki redd- að. Hann var mjög glaðlyndur maður og átti góða fjölskyldu og var velmetinn hvarvetna. Mikill sjálfstæðismaður og þó ég vissi að hann var maður sannkristinn þá trúði hann þó að mér fannst fyrst og fremst á Ólaf Thors. Hann var svo sent ekki einn unt það. Hann er nú löngu lát- inn. í febrúar þennan vetur var hið árlega Þingeyingamót haldið á Hótel Borg. Þangað fórum við nokkrir af Hagbarði og þar var einnig Guðni í Sunnu með myndavélina. Sjómannablaðið Víkingur - 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.