Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 24
Bréf til blaðsins frá íslenskum skipstjóra í Ameríku Oregon II við bryggju í Veracruz, Mexíkó, 1981. Þetta eru tæplega 1000 tonna skip. Síðan hætti ég 1. júní 1996 og var þá búinn að vera 52 ár á sjó, þar af rúm 40 ár sem skipstjóri. Hér kemur svo kvæðið: Að eta úr kagga kjöt og klæða sig í slorug föt. Streða við troll og staga í göt og slást við sérhvern hlut. Þó Gulltoppur sé gæðaskip með glæsilegan jólasvip, þá geng ég þar mín þrautaþrep og þræla undir drep. Þetta kvæði er ort eftir Aðalstein Gísla- son, sem allir sjómenn á þeim árum þekktu undir nafninu Blásteinn eða bara Blái. Ort um 1948. Guiviar Guðmundsson 4 Deneise Street Lakeview Heights Lakeville, Massachusetts 02347. USA í St. Petersburg, Florida. Þessi bátur var við sömu bryggju og við, en hann var tekinnfullur af eiturlyfjum. Gunnar í forgrunni. Síðla haust barst ritstjóra Víkingsins bréf frá íslenskum skipstjóra sem hefur verið búsettur áratugum saman í Bandaríkjun- um. Bréfritari vildi biðja blaðið fyrir kvæði 1 jólablaðið. Ritstjóra þótti ekki síður fengur að bréfinu sjálfu fyrir les- endur blaðsins og tók sér það bessaleyfi að birta það hér með ásamt kvæðinu. Hr. ritstjóri Mér datt í hug að senda þér nokkrar lín- ur því nú eru jólin að nálgast og ég er með kvæði sem ég held að mundi passa vel í jólablaðið. En fyrst ætla ég að segja þér svolítið af sjálfum mér. Ég heiti Gunnar Guðmundsson, fædd- ur í Reykjavík 3. október 1929 og því ný- Gunnar ogfjórir aðmírálar áfundi. lega orðinn 75 ára. Ég fór fyrst á sjóinn hjálparkokkur á b/v Belgaum 1944. Skip- stjóri var Aðalsteinn Pálsson, en kokkur var Halldór Kjæmested, faðir Guðmund- ar. Svo var ég á ýmsum togurum sem of langt er upp að telja. Ég lauk prófi frá Stýrimannaskólanum 1950, eftir það var ég með ýmsa báta, línu frá Keflavík, línu og net frá Vestmannaeyjum, á hringnót, á síld, snurvoð og á togurum á milli. í apríl 1960 fór ég til Bandaríkjanna svo ég er búinn að vera hér í 45 ár á næsta ári. Fyrsta árið við rækjuveiðar á Mexicoflóa, fór eftir það til Newbedford, sem er skammt fyrir sunnan Boston, og stærsta fiskveiðihöfn í USA. Var þar á trollbátum smátíma þangað til ég keypti minn eigin bát og var með hann í 10 ár. Ég fór líka til Alaska á krabbaveiðar i nokkra mánuði 1970, en líkaði það ekki. Báturinn minn sökk á landleið, en þetta voru svona 7- 10 daga túrar. Þeir tóku okkur upp í helecopter. Þá keypti ég annan bát, en seldi hann 1980. Þá tók ég við rannsóknar- skipi hjá ríkinu, R/V Oregon II, heimahöfn Pascagaula í Mississippi og var með hann í átta ár á Mexicoflóanum og Karabiska hafinu. Fékk mig þá færðan á Delaware I á Cape Cod, rétt hjá þar sem ég bý. Roðlaust og beinlaust Friður og ró til Færeyinga Hljómsveitin vinsæla Roðlaust og bein- laust frá Ólafsfirði hefur sent frá sér lag- ið í Friði og ró í færeyskri útgáfu. Útgef- andi er Menningar- og listafélagið Bein- laus biti í Ólafsfirði. Það eru hinir bráð- hressu skipveijar á frystitogaranum Kleifabergi ÓF sem skipa Roðlaust og beinlaust, sem á færeysku nefnist Roð- leist og beinleist. Á heimasíðu Bjöms Vals Gíslasonar stýrimanns og for- sprakka hljómsveitarinnar, kemur fram að ákveðið hafi verið að snara textanum yfir á færeysku til þess að Færeyingar gætu hlustað á þetta skemmtilega lag á sínu móðurmáli urn jólin. Ekki er að efa að frændur vorir Færeyingar kunni vel að meta framtakið. 24 - Sjómannablaðið Víkíngur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.