Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Page 24
Bréf til blaðsins frá íslenskum skipstjóra í Ameríku Oregon II við bryggju í Veracruz, Mexíkó, 1981. Þetta eru tæplega 1000 tonna skip. Síðan hætti ég 1. júní 1996 og var þá búinn að vera 52 ár á sjó, þar af rúm 40 ár sem skipstjóri. Hér kemur svo kvæðið: Að eta úr kagga kjöt og klæða sig í slorug föt. Streða við troll og staga í göt og slást við sérhvern hlut. Þó Gulltoppur sé gæðaskip með glæsilegan jólasvip, þá geng ég þar mín þrautaþrep og þræla undir drep. Þetta kvæði er ort eftir Aðalstein Gísla- son, sem allir sjómenn á þeim árum þekktu undir nafninu Blásteinn eða bara Blái. Ort um 1948. Guiviar Guðmundsson 4 Deneise Street Lakeview Heights Lakeville, Massachusetts 02347. USA í St. Petersburg, Florida. Þessi bátur var við sömu bryggju og við, en hann var tekinnfullur af eiturlyfjum. Gunnar í forgrunni. Síðla haust barst ritstjóra Víkingsins bréf frá íslenskum skipstjóra sem hefur verið búsettur áratugum saman í Bandaríkjun- um. Bréfritari vildi biðja blaðið fyrir kvæði 1 jólablaðið. Ritstjóra þótti ekki síður fengur að bréfinu sjálfu fyrir les- endur blaðsins og tók sér það bessaleyfi að birta það hér með ásamt kvæðinu. Hr. ritstjóri Mér datt í hug að senda þér nokkrar lín- ur því nú eru jólin að nálgast og ég er með kvæði sem ég held að mundi passa vel í jólablaðið. En fyrst ætla ég að segja þér svolítið af sjálfum mér. Ég heiti Gunnar Guðmundsson, fædd- ur í Reykjavík 3. október 1929 og því ný- Gunnar ogfjórir aðmírálar áfundi. lega orðinn 75 ára. Ég fór fyrst á sjóinn hjálparkokkur á b/v Belgaum 1944. Skip- stjóri var Aðalsteinn Pálsson, en kokkur var Halldór Kjæmested, faðir Guðmund- ar. Svo var ég á ýmsum togurum sem of langt er upp að telja. Ég lauk prófi frá Stýrimannaskólanum 1950, eftir það var ég með ýmsa báta, línu frá Keflavík, línu og net frá Vestmannaeyjum, á hringnót, á síld, snurvoð og á togurum á milli. í apríl 1960 fór ég til Bandaríkjanna svo ég er búinn að vera hér í 45 ár á næsta ári. Fyrsta árið við rækjuveiðar á Mexicoflóa, fór eftir það til Newbedford, sem er skammt fyrir sunnan Boston, og stærsta fiskveiðihöfn í USA. Var þar á trollbátum smátíma þangað til ég keypti minn eigin bát og var með hann í 10 ár. Ég fór líka til Alaska á krabbaveiðar i nokkra mánuði 1970, en líkaði það ekki. Báturinn minn sökk á landleið, en þetta voru svona 7- 10 daga túrar. Þeir tóku okkur upp í helecopter. Þá keypti ég annan bát, en seldi hann 1980. Þá tók ég við rannsóknar- skipi hjá ríkinu, R/V Oregon II, heimahöfn Pascagaula í Mississippi og var með hann í átta ár á Mexicoflóanum og Karabiska hafinu. Fékk mig þá færðan á Delaware I á Cape Cod, rétt hjá þar sem ég bý. Roðlaust og beinlaust Friður og ró til Færeyinga Hljómsveitin vinsæla Roðlaust og bein- laust frá Ólafsfirði hefur sent frá sér lag- ið í Friði og ró í færeyskri útgáfu. Útgef- andi er Menningar- og listafélagið Bein- laus biti í Ólafsfirði. Það eru hinir bráð- hressu skipveijar á frystitogaranum Kleifabergi ÓF sem skipa Roðlaust og beinlaust, sem á færeysku nefnist Roð- leist og beinleist. Á heimasíðu Bjöms Vals Gíslasonar stýrimanns og for- sprakka hljómsveitarinnar, kemur fram að ákveðið hafi verið að snara textanum yfir á færeysku til þess að Færeyingar gætu hlustað á þetta skemmtilega lag á sínu móðurmáli urn jólin. Ekki er að efa að frændur vorir Færeyingar kunni vel að meta framtakið. 24 - Sjómannablaðið Víkíngur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.