Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Síða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Síða 37
rifjaði upp margar minninga frá liðnum árum í siglingasögu þjóðarinnar. Þeir sem eru að sigla um heimsins höf hvort heldur er vegna atvinnu eða skemmtunar geta fundið nytsamlegar upplýsingar unt hafnir heimsins á síð- unni www.portfocus.com og þaðan eru síðan tenglar á heimasiður viðkomandi hafna. Mjög gaman að ferðast þar um og skoða framandi hafnir. Ef við viljum bara fara siglandi til þessa hafna sem farþegar þá eru nokkur skip sem hægt er að fara með (þó tak- markað hvaða hafna) sem við getum fundið á slóðinni www.faergejournalen. dk en þetta er síða sem er með upplýs- ingum og myndum af dönskum ferjum og reyndar líka skipum Austur Asiufé- lagsins eða 0K eins og það er kallað. En nú er komið að lokum að þessu sinni og verður lokasíðan ein af þessum þar sem hægt er að fara í leiki. Þessi slóð er www.onthewater.nl sem er skemmtileg skipasíða með myndum. Reyndar ætlaði ég að benda ykkur á að fara á krækjuna Other og þá opnast síða sem bíður upp á að hlaða niður leikjum sem hægt er að fara í á jólunum. Þar er meðal annars hægt að taka niður leik frá Stena skipafé- laginu sem er að lesta ferju og sigla henni milli hafna við mismunandi skil- yrði. Einfaldari gerast leikirnir ekki. Ef þið viljið aftur á rnóti fara í flóknari leiki er tengla á þá einnig að finna á þessari siðu og bendi ég á leikinn Ports of Call sem ég hef reyndar áður skrifað urn hér á þessum síðum. Nú ætti efni jólanna að vera komið í höfn en jafnframt beini ég því til ykkar lesendur góðir að senda okkur upplýs- ingar urn góðar síður ef þið dettið niður á slíkar en aðeins 59 milljón síðna er talið að hægt sé að finna á Netinu. Góðar heimasíðuábendingar sendist á ice- ship@hn.is. íslensk hrefna í hitabdtinu Eins og kunnugt er hófust viðamikl- ar rannsóknir á hrefnu við ísland á síðasta ári. Einn liluti rannsóknanna felst í tilraunum til að fylgjast með ferðum hrefna með aðstoð gervi- hnattakerfisins ARGOS. Alls voru sett merki á 7 hrefnur í Faxaflóa á límabil- inu 27. ágúst til 23. september. Nothæfar sendingar bárust frá þrent dýranna fram til 8. október og tókst að fylgjast nteð ferðum einnar hrefnunnar suðvestur eftir Reykjaneshrygg, allt suð- ur fyrir 50°N. Þann 17. nóvember bárust merki um gervitungl frá hrefnu sem merkt hafði verið í Faxaflóa 27. ágúst og voru það fyrstu upplýsingarnar sem bár- ust frá því dýri. Hrefnan var þá stödd yfir Mið-Atlantshafshryggnum djúpt (um 500sm) vestur af N-Spáni. Merkið er einungis virkt á sex daga fresti, til að auka endingartíma rafhlöðunnar. Þann 23. nóvember bárust aftur sendingar frá hrefnunni sem þá hafði farið tun 700km sunnar og hélt sig á hafsvæðinu við Azoreyjar. Þann 5. desember bárust enn sendingar frá dýrinu og var það þá statt í Kanarístraumnum, um 1000 km norðvestan við Grænhöfðaeyjar. Hrefn- an var þá um 3700 km frá merkingar- staðnum í Faxaflóa. Þessar sendingar eru talsvert sunnar og austar en áður hafa borist frá merkt- um hrefnum. Hafa ber þó í huga að ekki hefur áður tekist að fylgjast með ferðunt hrefna svo langt fram á vetur- inn og ekkert lát var á suðurferð hinna tveggja hrefnanna þegar síðast bárust sendingar frá þeiin (8. nóvember 2002 og 8. október 2004). Ekki er ljóst hvaða leið hrefnan fór á Azoreyjasvæð- ið, en ekki er úiilokað að hún hafi fylgt sörnu upphafsstefnu og hinar tvær, þ.e. SV eftir Reykjaneshrygg en síðan sveigt til austurs eftir Mið-Atlantshafshryggn- um til Azoreyjasvæðisins. Þótl þessar rannsóknir hafi þegar skilað mikilsverðum upplýsingum um far hrefnu að hausllagi og vonir standi til að frekari upplýsingar fáist frá þessu dýri, er þörf á frekari rannsóknum til að varpa ljósi á hegðun tegundarinnar og aðsetur hennar að vetrarlagi. Fréttfrá Ilafrannsólmastofnuninn Viðskiptahúsið FASTEIGNIR • FVRIRTÆKI • SKIP • VEIÐIHEIMILDIR AUSTURSTRÆT117,4H • 101 REYKJAVÍK • SÍMI: 566 8800 • FAX: 566 8802 • WWW.VIDSKIPTAHUSID.IS Sjómannablaðið Víkingur - 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.