Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 4
Nýtt fyrirkomulag Afundi sambandsstjórnar FFSÍ nú á haustdögum var samþykkt að ganga til samninga við Bókaútgáfuna Hóla um að aðstandendur þess tækju að sér að gefa út Sjómanna- blaðið Víking í umboði FFSÍ. Áður höfðu forsvarsmenn fé- laga innan sambandsins samþykkt að leggja útgáfunni lið með ákveðnu framlagi. Þetta er að mati undirritaðs merkur áfangi fyrir þær sakir að frá og með þessu blaði er ætlunin að allir starfandi félagsmenn fái blaðið sent heim án endur- gjalds. Þar með er útbreiðsla blaðsins orðin meiri og blaðið um leið orðinn betri vettvangur en verið hefur fyrir skip- stjórnarmenn og samtök þeirra. í raun má segja að eftirleið- is ætti Sjómannablaðið Víkingur að geta verið virkt málgagn skipstjórnarmanna og reyndar allra íslenskra sjómanna. Það má segja að löngu hafi verið tímabært að til yrði málgagn sem tryggt væri að öllum félagmönnum bærist í hendur. Ég hef fengið góðar ábendingar í þá veru að talsvert skorti upp á upplýsingaflæði frá FFSÍ og sambandsfélögum til félags- manna. Það er því fagnaðarefni að útgáfu blaðsins hafi verið breytt með þessum hætti . Ég hvet menn því til að nýta sér blaðið til skoðanaskipta, en blaðið mun að sjálfsögðu inni- halda upplýsingar um það sem efst er á baugi hjá samband- inu og aðildarfélögum þess eins og verið hefur. Gott sam- band milli forsvarsmanna og félagsmanna er forsenda fyrir jákvæðu starfi. Ljóst er að málgagn og heimasíður hafa þar miklu hlutverki að gegna en það breytir þó ekki þeirri stað- reynd, að bein samskipti þar sem menn hittast og fara yfir málefni líðandi stundar er og mun verða sá vettvangur sem þyngst vegur í samskiptum manna. Það er undirrituðum Ijóst og hann mun stefna að því markmiði að efla þann þátt í starfseminni. Ég vil bjóða þá Hólamenn, Jón Hjaltason og Guðjón Inga Eiríksson, velkomna til samstarfs og vænti góðs af samstarfinu. Jákvæður þáttur í þessum breytingum felst einnig í því að blaðið verður áfram undir styrkri rit- stjórn Sæmundar Guðvinssonar og Sigrún Gissurardóttir sér um auglýsingaöflun svo sem verið hefur um árabil. Sjó- mönnum öllum og fjölskyldum þeirra óska ég gleðilegra jóla, árs og friðar með þakklæti fyrir samstarfið á því ári sem er að hverfa í aldanna skaut. Árni Bjarnason. I Igefantli: Bókaúigaian iiolar 1 r.amvinnu við Farmanna og / Q fiskímannasamband íslantls. / ’ Afgrciðsla og áskrift: simar 587-2619 og 462-2515. I frKl Ritsijóri og ábyrgðarmaður: Sæmundur Guðvin.-on. sími 868 2159, lAVnSpn// nctfang sgg@mnicdia.is. Pósih.ilf 1656, 121 Rcykjavík. 'sSxgS Augly singastjóri: Sigrún Gissurardóttir. sfmi 587-4647. Rilncfnd: Arni Bjarnason, Hílmar Snorrason ogjón Ujaliason. CT CT O I Forscti I-FSÍ; Arni Bjarnason. I I OI Prcntv innsla: Gutenbcrg. Aðildarfclög FFSi: Fílag skipstjórnarmanna, F'élag Islenskra loftskcytamanna, Félag bryt Skipstjóra- og slyrimannafélógin Verðandi, Veslmannacyjum og Vísir, Suðurncsjum, Sjómannablaðið Víkingur kcmur út f|<Srum sínnum á ári og er dreift til allra fclacsmanna FFSi. Dlaðið kemur úi fjórum sinnum á ári, 4 6 10-12 14-17 20-23 26-30 36-37 38 42-45 48-50 Forystugrein Árna Bjarnasonar forseta FFSÍ. Jólahugvekja eftir Halldór Reynisson. Formannaráðstefnan á Siglufirði. Viðtal við Árna Bjarnason um nýjan kjarasamn- ing Farmanna- og fiskimannasambandsins og Sjómannasambands íslands við Landssamband íslenskra útvegsmanna. Jón Birgir Pétursson blaðamaður greinir frá atburðum í heimsstyrjöldinni síðari þegar breski dráttarbáturinn Empire Wold hvarf í björgunar- leiðangri frá Reykjavík er hann reyndi að koma til aðstoðar í kjölfar árásarinnar á Goðafoss. Fróðleg grein eftir Birgi Loftsson sagnfræðing þar sem hann fer ofan í saumana á fiskveiðideiiu íslendingar og V-þjóðverja á árunum 1972-1977. Birgir skrifar hér athyglisverða grein um þessa deilu sem hefur horfið í skuggann af átökunum við Breta þá fiskveiðilandhelgin var færð út. Sigling um Netið. Hilmar Snorrason siglir um internetið og fangar margar athyglisverðar heimasíður sem vert er fyrir alla netverja að kynna sér. Skorin upp herör gegn vanbúnum skipum. Grein eftir Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra sem sat fund ráðherra siglingamála þeirra landa sem hafa staðfest samþykktir um hafnarríkiseftirlit. Á fundinum var undirrituð yfirlýsing um að tryggja enn betur öryggi sjófarenda með þessu eftirliti. Sjómenn eru of þungir og þeir eru með of háan blóðþrýsting. Úrdráttur úr skýrslu Lovísu Ólafs- dóttur um rannsókn hvíldar á heilsu og öryggi sjómanna. Niðurstöðurnar benda eindregið til þess að heilsufar stórs hluta sjómanna gjaldi þess vinnuumhverfis sem þeir starfa í. Hilmar Snorrason bregður sér í siglingu um heimshöfin og fiskar upp að venju margar forvit- nilega fréttir af þeim slóðum sem við birtum undir titlinum Utan úr heimi. 50-51 52-56 57-60 Gísli Hjartarson á ísafirði heldur áfram að skrifa hinar sívinsælu vestfirsku þjóðsögur sem hafa kitlað hláturstaugar landsmanna undanfarin ár. Hér er sýnishorn úr nýjustu bók Gísla og húmorinn bregst ekki frekar en fyrri daginn. Um borð í Hagbarði. Kaflar úr nýrri bók eftir Guðmund G. Halldórsson frá Kvíslarhóli á Tjörnesi þar sem hann segir undan og ofan af sinni sjómannsævi ásamt ýmsu fleiru. Fréttir af ýmsum toga sem tengjast sjávarútvegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.