Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Síða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Síða 56
aðeins fjögurra ára gömul. Stýrimaðurinn hét Ólafur, fyrsti vélstjóri Björn Gunn- laugsson frá Dalvík og annar vélstjóri Árni Jósefsson frá Norðfirði. í áhöfninni voru því sjö rnenn alls. Eftir að hafa lestað nokkra tugi tunna af sykursöltuðum þorskhrognum í Hrísey var haldið vestur og suður um og endað 1 Keflavík. Þá voru lestar fullhlaðnar og raðað var á alh dekkið svo sem rúrnaði best. Var nú „klarerað ut” eins og það var kallað og látið í haf. Sett var stefna fyrir Garðsskaga, síðan Reykjanes og stefnt á Færeyjar. Akraborgin hafði aðeins litla hjálparvél og treysti því fyrst og fremst á seglin. Ég hafði aldrei verið á seglskipi fyrr en þegar við vorum komnir austur fyrir land hvessti af norðvestri og þá tók Akraborg heldur betur við sér. í stað þess að nuddast þrjár til fjórar mílur á klukku- stund fór hún, þó svona drekkhlaðin, upp í tólf til þrettán mílur. Nú fannst mér gaman að sigla. Þetta hafði ég ekki reynt síðan ég var smástrákur og þá með föður mínum eða bræðrum á árafleytum. Þegar ein vaka var eftir til Færeyja tilkynnti Björn vélstjóri um leka í skipinu. Sjór var farinn að seytla inn í lúkarinn. Skipstjóri tilkynnti breytta stefnu, nú skyldi farið til Þórshafnar í Færeyjum. Við komum þar inn í höfnina síðla dags í sólskini og blíðu og vorurn settir við olíubryggjuna við enda Sigmundargötu. Komu nú rnenn úr Skipssmiðjunni og skáru fljótlega úr um að frágangur við klussið stjórnborðsmegin hefði gefið sig. Þeir pökkuðu nú svæðið til bráðabirgða og settu síðan stóra járn- plötu fyrir allt og sögðu eitthvað á þessa leið: „Tetta skal dúa gott!” Já, blessaðir heiðursmennirnir vissu hvað þeir sungu. Eftir þetta lak Akraborg ekki dropa. í höfninni í Þórshöfn var fjöldi skipa, meðal annars skútur sem voru að koma frá Grænlandi og íslandi hlaðnar salt- fiski. Ég gat ekki stillt mig um að skoða mannlífið meðan á viðgerðinni stóð. Við félagar fengum okkur bíl og renndum yfir að Kirkjubæ. Síðan fór ég um borð í nokkrar skútur til að skoða saltfiskinn. Ég verð að viðurkenna það að eins og umgengni var um sjávarfangið hjá okkur á þessurn árum þá beinlínis hálfskamm- aðist maður sín í samanburðinum við Færeyinga. Þar gilti að væri meira en 3% gallað þá væri eitthvað að en þá voru ekki meðtaldir krókrifnir fiskar. Að viðgerð lokinni var endum sleppt og haldið á haf út. Þar næst var stefna sett fyrir Akraberg sem er syðsti oddi á Suðurey. Þar er viti, þvi oft er siglt mjög nærri höfðanum. Hæg gola var og það var ekki fyrr en urn kvöldið sem bætti örlítið í vind en um morguninn var svo komið bullandi „leiði” og nú styttist smám saman í leiðina niður eftir. Þegar kom í Norðursjó var komið stillulogn og þarna sá ég þvílík ókjör af svartfugli að ég hef sjaldan séð annað eins. Svo kom að því að Noregur birtist og í þann mund sem við sáum vitann á Lista gerði svo rnikla rigningu að skýfall mátti heita. Þegar stytti upp lagði svo sterka skógar- lykt um allt að hún náði alveg niður í mannaíbúðir. Loftið varð kristaltært og Noregur blasti við í allri sinni dýrð og mikilfengleika. Þetta var gripandi hrif- næmu hjarta. Þegar að norsku ströndinni kom blöstu við strönduð skip, allvíða svo að ganga hefði mátt frá borði án þess að blolna. Óli stýrimaður skýrði okkur nú frá því að þetta væri frá þvi að Þjóðverjar gerðu innrásina í Noreg. Aðeins voru liðin tvö ár frá stríðslokum og því lítið farið að huga að umhverfismálum. Þessi skip voru yfirleitt gamlir dallar sem Þjóðverjar not- uðu í innrásinni og hafa áreiðanlega ekki gert ráð fyrir að nýta þá neitt frekar. Hafrannsóknastofnunin Arleet samráð um porskrannsóknir Á undanförnum árum hefur Hafrannsóknastofnunin reynt að efla tengsl sín við sjómenn og útvegsmenn með stofnun sérstakra samráðshópa um rannsóknir á tilteknum fiskistofnum. Tilgangurinn er að tryggja upplýsingastreymi milli sérfræðinga stofn- unarinnar og sérhæfðra aðila í atvinnugreininni þannig að sú þekking og reynsla sem fyrir hendi er meðal sjómanna og útvegs- manna skili sér við árlega úttekt sérfræðinga á ástandi fiskstofnanna og tillögur til stjórnvalda. Eins hafa samráðshópar verið afar mikilvægur vettvangur til umræðu unt fiskifræðileg málefni og rannsóknir sérfræðinga stofnunarinnar. Lokið er árlegum fundi samstarfshóps um þorskrannsóknir. Þar komu saman 20 skipstjórnar- og útgerðaraðilar sent búa yfir sérþekkingu á sviði þorskveiða mismunandi útgerðaflokka allt í kringum landið ásamt sérfræðingum Hafrannsóknastofn- unarinnar. Farið var yfir gang þorskveiða á árinu í afla fiski- skipa og niðurstöður stofnmælinga Hafrannsóknastofnunarinn- ar (togararall) í mars og október. Á fundinum voru sérstaklega til umíjöllunar markmið friðunaraðgerða i þorskveiðunum, lok- un veiðisvæða, smáfiskavernd, kjörhæfni veiðarfæra og smá- fiskaskiljur í þorskveiðum. Þó fundinum hafi ekki verið ætlað að skila niðurstöðu urn þessa þætti er ljóst að umræður og reynsla kunnáttufólks um þorskveiðarnar eru mikilsvert framlag við undirbúning stofnúl- tektar sem fyrir dyrum stendur og ráðgjöfin í vor byggir á. í forsvari fyrir Samráðshóp um þorskrannsóknir voru að þessu sinni þeir Björn Ævarr Steinarsson, fiskifræðingur og Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur. 56 - Sjómannablaðið Víkingui

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.