Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 42
ÚRDRÁTTUR úr skýrslu Loxísu Ólafsdóttur um rannsókn á áhrifum hxíldar á heilsu og öryggi sjómanna Haustið 2001 hófst rannsókn Lovísu Ólafsdóttur á áhrif hvíldar á andlegt og líkamlegt heilsufar sjómanna. Haustið 2002 ákvað samgönguráðuneytið að nýta þær upplýsingar, sem þegar lágu fyrir og styrkja frekari rannsóknir, sem lið í for- vörnum í öryggismálum sjómanna. Rannsóknin nær til skoðunar á svefn- gæðum, svefnlengd, hreyfingu, svefni/vökumynstri, svefnskeiði einstak- linga á sex klukkustunda vaktavinnu- kerfi og á heilsufari sjómanna almennt. Einstakir rannsóknarþættir og rannsóknaraðferðir Flestir eru sammála um að samspilið á milli vinnufyrirkomulags, hvíldar og dægursveiflu, sé mikilvægt þegar áhrif vaklavinnu eru skoðuð og þá ekki síst þegar skoðaðir eru orsakaþættir slysa. í fyrri hluta skýrslunnar fjallar höfund- ur um megináhrif streitutengdra þátta á líðan og heilsu manna, s.s. streitustig, einhæfa hreyfivinnu, álagskvilla og áhrif vaktavinnu á hvíld. Niðurstöður þessa hluta rannsóknarinnar eru ekki bundnar við sjómenn heldur eiga við um vakta- vinnufólk almennt. í siðari hluta skýrslunnar fjallar höf- undur um rannsókn á áhrifum svefn- mynsturs og svefngæða sjómanna á heilsu þeirra og öryggi þegar unnið er á sex klukkustunda vaktavinnukerfi. Sú rannsókn byggir á þremur ólíkum spurn- ingalistum og svefnmælingum. Niðurstöður Fyrri hluti almenn dhrif: Áhrif vaktavinnu á almennt heilsufar, s.s. andlegt og líkamlegt álag, hefur verið rannsakað talsvert til þessa. Fram kemur að áhrifin eru nokkuð einstaklingsbund- in auk þess sem aldur skiptir máli. Peir sem komnir eru yfir 40 - 45 ára aldur eiga erfiðara með að aðlaga sig vakta- vinnu. Jafnframt kemur fram að þeir, sem eru kvöldsvæfir og morgunhressir, eiga mun verra með að aðlagast síbreyti- legu vaktafyrirkomulagi heldur en þeir sem vaka fram eftir á kvöldin og finnst gott að sofa á morgnana. Lovísa Ólafsdóttir Komið hefur í ljós að hætta á melt- ingafærasjúkdómum eykst merkjanlega ásamt hjarta- og æðasjúkdómum en þar mælist þrisvar sinnum hærri tíðni eftir 20 ára vaktavinnu. Félagsleg áhrif vaktavinnu eru tölu- verð. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem vinna vaktavinnu upplifa skerðingu á al- mennu félagslífi. Vinna á óreglulegum tímum gerir það að verkum að erfiðara er að umgangast fjölskyldu og vini eða stunda önnur áhugamál sem eru á reglu- legum tímum. Síðarí hluti - áhrif á sjómcnn: Rannsóknin byggir á þremur mismun- andi spurningalistum sem lagðir voru fyrir þátttakendur. Sá fyrsti byggir á matstæki sem nefnist “Model of Human Occupation” eða “Heilsutengd lífsgæði” sem er staðlað próf. Talnalegar niðurstöður eru settar fram á svokölluðum t-kvarða sem ætíð hefur meðaltalið 50 og staðalfrávikið 10. Reynslan hefur sýnt að frávik nálægt hálfu staðalfráviki hefur klíníska merk- ingu, þannig að einstaklingur sem hefur lækkaða einkunn sem nemur 5 punktum eða meira, má gera ráð fyrir að einhverju sé ábótavant í heilsu hans. Þá var spurningalisti lagður fyrir þátt- takendur sem byggir á rannsóknum á vegum geðdeildar Landspítalans Há- skólasjúkrahúss um svefn og svefnvanda- mál. Þar er að mestu byggt á huglægu mati einstaklinga. Að lokum voru valdir 24 einstaklingar af handahófi úr hópnum, sem tóku þátt í svefnmælingum, og fengust niðurstöður hjá 17 þeirra. Meginmarkmið með heildarrannsókn þessari var að tengja saman álag í vinnu, gildi góðrar hvíldar sem lið í að draga úr slysum, fækka veikindadögum, auka af- köst og þar með eíla heilsu og vellíðan sjómanna. Hér á eftir verða raktar helstu niður- stöður hvers rannsóknarstigs fyrir sig: Niðurstöður úr fyrsta hluta rannsóknarinnar um „heilsu- tengd lífsgæði” a) Streita. Vinnuumhverfi sjómanna er sérlega flók- ið umhverfi, þar sem vellíðan einstak- linga í vinnu veltur mikið til á hæfni ein- staklinga til samskipta; stjórnenda um borð og stjórnenda útgerðarfélagsins í landi. Mikið álag hvílir því á skipstjór- um, sem oftar en ekki lenda í erfiðri að- stöðu við að mæta kröfum útgerðarfé- lagsins annars vegar og kröfum áhafnar- innar hins vegar. b) Hávaðamengun. Truflanir úr vinnuumhverfinu auka veru- lega á andlegt álag og hafa áhrif á svefn- truflanir. Hér er einkum átt við hávaða og loftræstingu. Engar mælingar hafa verið gerðar eða teknar saman hér á landi um hávaða um borð í skipum. Mælingar um borð í norskum skipum leiddu í ljós hávaða á bilinu 65 - 90 desi- bel við þilfar, í vistarverum og stýrishúsi, en allt að 110 desibel í vélarrúmi. (Til samanburðar má benda á að venjulegt tal eða samræður mælast um 70 desíbel og hávaði frá ryksugu rnælist um 80 desí- bel). Hjá meirihlula íslenska flotans má sjá á hönnun skipa að svefnaðstaða ein- staklinga er beggja vegna lestarrýmisins, sem gefur til kynna enn meiri hávaða þegar troll er dregið inn og sleppt út. Um er að ræða hvellan og snarpan hávaða. í 42 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.