Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Side 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Side 51
Einn a/ níu hlutum bílaskipsins Tricolor að koma upp á yfirborðið á ný. Tricolor Nú hefur loksins tekist að ná síðasta hluta bílaskipsins Tricolor sent sökk eftir árekstur við gámaskipið Kariba i Emiasundi fyrir tveimur árum síðan. Skipið var sagað í níu hluta og hver þeirra hifður upp á yfirborðið og á pramma sem flutti bútana til hafnar þar sem þeir voru rifnir. Björgun var frestað þegar vetur gengu í garð og í sept- ember var síðasta hlutanum lyft upp. Nú getur því skipaumferð gengið aftur með eðlilegum hætti þar um slóðir en eftir að skipið sökk sigldu ekki færri en þrjú skip á flakið þrátt fyrir tilkynningar og merkingar á staðnum en flakið maraði í sjóskorpunni. Sjórán Að lokurn höfurn við eina sjóránssögu með að þessu sinni en þar er ávailt af nógu að taka. Áhöfn á aðstoðarskipi fyrir borpalla varð fyrir árás í byrjun september þar sem skipið var á siglingu undan Bangladesh. Áhöfnin snérist til varnar gegn sjóræningjun- um vopnaðir neyðarhandblysum, flugeldum og öxum. Þrátt fyrir það að þeint tækist að hrekja sjóræningjana á brott tókst ræn- ingjunum að hafa með sér hluta af matarbirgðum skipsins. Út er kornið 7. bindi skemmtisagna í ritröðinni Hundrað og ein ný vestfirsk þjóðsaga eftir hinn landskunna húmorisla Gísla Hjartarson á ísafirði. Ekki bregst Gisli lesendum frekar en fyrri daginn og hér kemur sýnishorn úr bókinni. Gáði ekki til veðurs Koma Júlíusar Geirmundssonar ÍS 270 til ísafjarðar í desember 1972, fyrsta skuttogarans með því nafni, markaði upphaf skut- togaravæðingar á Vestfjörðum. Þóttu þessi skip stór og mikil ntiðað við þau sem fyrir voru. Eitt sinn fyrsta veturinn kont Júlíus Geirmundsson í land í miklu norðaustan óveðri nteð stórsjó, brunagaddi og blindhríð. Kokkurinn, Kjartan heitinn Brynjólfsson, ævinlega kallaður Daddi brasi, kont í Finnsbúð í Hafnarstræti á ísafirði. Par var við afgreiðslu Finnur heitinn Magnússon kaupmaður. Finnur spurði hvort ekki hefði verið óskaplegt veður á landleiðinni. Daddi brasi svaraði að bragði: Ég bara veit það ekki, ég fór ekkert upp. Augnvottorðið Dýrfirðingurinn Elís Kjaran, hinn landskunni ýtustjóri og kvæðamaður frá Kjaransstöðum í Dýrafirði, er orðinn nokkuð roskinn. Hann ber samt aldurinn vel og ekkert farinn að láta sig, eins og sagt er. Elli þurfti að endurnýja ökuskírteinið og fór til Lýðs Árnason- ar læknis til að fá læknisvottorð um að hann gæti ekið bifreið. Lýður stillti karli upp en á veggnum á móti var spjald með bók- slöfum lil sjónprófunar. Reyndist Elli bara sjá efstu stafina sem voru stærstir. Hina kvað hann of smáa til að hann gæti greinl þá gleraugnalaus. í læknastofunni var dagatal með mynd af kviknakinni ofurg- ellu. Lá daman í sófa og sneri bakhlutanum í ljósmyndarann. Lýður benti á botnstykki konunnar og spurði: Hvað er þetta? I’etta næstum því það yndislegasta sem maður sér, svaraði Elli. Hvað er þá yndislegra? spurði Lýður. Það er hinumegin, svaraði Elli. Þá kvað Lýður læknir upp úrskurð sinn: Þú ert með fullkomna sjón og færð endurnýjun á ökuskírtein- inu. Slægt eða óslægt Skömmu eftir að Básafell hí. á ísafirði hóf að gera út rækjutogar- ann Skutul ÍS 180 var skipið sent lil Póllands í gagngerar breyt- ingar og lengingu. Eftir breytingarnar var það nánast nýtt og stærra skip sem kom til heimahafnar á ísafirði. Skömmu eftir að Skutull kom heim voru starfsmenn Áhalda- húss ísafjarðarbæjar að glíma við holræsastíflu á Ásgeirsbakka við ísafjarðarhöfn þar sem skipið lá bundið, fagurt og frítt. Petta voru þeir Ari Sigurjónsson, Guðni Borgarsson, Hjálmar Sigurðs- son og Þorsteinn Magnfreðsson ásamt einhverjum fleiri verka- mönnum. Þá bar að Pálma Stefánsson skipstjóra, úlgerðarstjóra Básafells, og tóku verkakarlarnir hann tali. Spurðu þeir um breytingarnar á skipinu, hvað þær hefðu kostað og þar fram eftir götunum. Pálmi leyst ljúflega úr spurningum þeirra og bætti við: Svo ber skipið miklu meira en áður eða yfir 350 tonn af fros- inni rækju. Þá gall í Steina Magnfreðs: Óslægðri eða slægðri? Suðursvalirnar Eitt sinn fóru hjónin Ragnheiður Jónsdóttir og Brynjólfur Þór Brynjólfsson, bankastjóri á ísafirði, lil Ameríku ásamt fleiri ís- firðingum. Meðal annars fór hópurinn í nokkurra daga siglingu með skemmtiferðaskipi urn Karíbahafið. Skipið var gríðarstórl og íburðarmikið og svalir fylgdu híbýlum farþega á efstu hæðun- um. Sjómannablaðið Víkingur - 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.