Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 11
sem hér eru nefndar er stefnt að jafn- launakerfi með svipuðu sniði og byggt var á í kjarasamningi farmanna. Hvað varðar fundarhöld milli LÍÚ og okkar, jrá er óhætt að segja að það hafi verið heilmikil lífsreynsla að upplifa þennan feril allan. 40 fundir þar sem manni finnst hvorki ganga né reka reyna á þolrifin. í framhaldinu þegar eitthvað fór að þokast var einnig lærdómsríkt að verða vitni að þeirri aðferðafræði sem ríkissáttasemjari beitti til að þoka málum áfram. Alls telst mér til að fundirnir hafi verið upp undir 60 þegar allt er talið. Sólbaksmálið vakti óskipta athygli þjóðarinnar og beindi óneitanlega athöfnum og kröftum manna frá kjara- samningum yfir í annarskon- ar kjarabarátlu þar sem raun- verulega var tekist á um þær grundvallarforsendur sem framtíðarstarfsemi stéttarfé- laga byggist á. Þessu rnáli er að rnínu mati alls ekki lokið enn. Mál Vélstjórafélags Is- lands gegn Brimi HF verður tekið fyrir snemma í desember og standa vonir til þess að þar verði stofnun útgerð- arfélagsins Sólbaks e.h.f. dæmd sem mála- myndagjömingur til að komast hjá gild- andi kjarasamningum. Fimm fundir sambandssljórnar hafa verið haldnir á árinu en auk þeirra hafa forsvarsmenn sambandsins setið fjölmarga fundi og ráðstefnur fyrir hönd sambands- ins. Nú nýverið sat ég ásamt Guðjóni Ár- manni Einarssyni þing fiskimannadeildar ITF sem haldið var í Kaupmannahöfn dagana 2.-4. nóv. í ljósi þess sem frarn kom á þeirn fundi um kjör og aðbúnað fiskimanna víðsvegar um heiminn þá held ég að mér sé fullkomlega óhætt að segja að okkar sjómenn megi þakka Guði fyrir að vera íslendingar. Ég tel engum vafa undir orpið að íslenskir sjómenn búa við kjör sem erfitt er að finna samjöfnuð við annarstaðar í heiminum. Ég er viss um að við komum til með að eiga hér góða samveru og segi for- mannaráðstefnu FFSÍ setta. Þór Jakobsson veðurfrœðingur Formenn funda á Siglufirði Formannaráðstefna Fannanna- og fiski- mannasambands íslands var haldin í Síld- anninjasafninu á Siglufirði 25. og 26. nóv- ember 2004. Fundarmönnum varð vel úr verki og samþykktar voru skeleggar álykt- anir um málefni sjómanna. Að kvöldi fyrri fundardags var ráðstefnugestum sýnt hið merka Síldarminjasafn og bæjarstjóm Siglu- fjarðar bauð til veglegrar veislu í safninu. Eins og búast má við i góðum hópi mörlanda voru á formannaráðstefnunni hagyrðingar senr héldu við hefð aldanna, skutu að sessunautum fyrri helmingum og skoruðu á tnenn að botna vísuna. Hélst sú skemmtan í langferðabíl fundar- manna um Skagafjörð til Akureyrar seinni daginn, enda líka sönggleði ríkj- andi þegar á leið. Kláruðust ölbirgðir og annar vökvi. Reyndar rann hann frá mönnum viðstöðulítið áfram á snævi þaktar lendur Blönduhlíðar og Öxnadals er hrópað var öðru hverju á bílstjórann, hann beðinn að leggja hið snarasta og leyfa ferðalöngum að bregða sér út og stilla sér upp í dýrlegu mánaskininu. Birgir Sigurjónsson frá Norðfirði gerði mér þann grikk að lauma að mér fyrra vísu- orði á fundinum og átti ég auðvitað að botna að bragði. Hélt hann að ég kynni eitt- hvað íyrir ntér í þeim efnum. Svo er ekki og allra síst er mér ekki áskapað að hugsa inn- an um aðra. Með herkjum hef ég nú botn- að vísuna sem Bragi byrjaði og bæti fjómrn við til gamans um leið og ég þakka stjóm FFSÍ fyrir boðið norður og fundarfélögunt öllum fróðlega og ánægjulega santvem. Formenn funda á Sigló Santbandið á Sigló sátu fundi góða, stigu tungu tangó, laktur gerði móða. Ræddu niargt og ntikið, málin fram á kvöld. Hrista brolt skal hikið höfðingja við völd. Einarðar ályktanir orðaðar voru snjallt. Lítt eru leiðitanrir láta hlut sinn vart. Vel var í rausnar veislu vinafundi fagnað, notið niatar neyslu nætur við tunglið magnað. Heim á leið var haldið himni und stjörnu björtum. Kæst var og veigum valdið, vísur yljuðu hjörtum. Með góðri kveðju, Þór Jakobsson Ábending til skipstjórnarmanna Að gefnu tilefni er rétt að vekja at- hygli á því, að nokkur brögð virðast vera að því að gjöldunt lagmanna (skipstjóra / stýrimanna) sé skilað til verkalýðsfélags á viðkotnandi svæði, sem í engu tilfelli er aðili að samning- um aðildarfélaga FFSÍ. Þetta gerist sennilega oftast ef menn hafa áður starfað á sama stað sem undinnenn. Þeir sem þannig er ástatt um eru hvattir til að kanna hvort gengið hafi verið frá fullri félagsaðild. Verum allir vel á verði og eflum okkar eigið félag, því með því móti einu tryggjum við afl og samstöðu skip- stjórnarmanna. Sjómannablaðið Víkingur - 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.