Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 20
10. nóvember 1944: Dagurinn þegar Goðafoss og Shirvan fórust við Reykjanes Örlög 17 sjómanna á enskunt dráttarbát verða aldrei skýrö MARÍA ÁRNADÓTTIR og dóttir hennar ÞÓRUNN ELÍSABET CREEN//. Slysiðfyrir sextíu árum er þeim œvinlega ofarlega í minni. Þáfórst ungur eiginmaður ogfaðir, Oswin Crcen, sem kunningjamir kölluðu Happy Harry. María átti eftir að “hitta” Harry á miðilsfundi hjá Haf- steini Bjömssyni miðli. Neðst á Ijósmyndinni er önnur mynd, af Ómari Awad Green, syni Þór- unnar. Napran eftirmiðdag, þann 10. nóvember 1944, tóku ógnvænleg tíðindi að kvisast manna á meðal í Reykjavík. Goðafoss hafði orðið fyrir árás kafbáts við Garð- skaga í tveggja tima siglingu frá Reykja- vík. Fólk hafði beðið á bryggjunni eftir komu skipsins. Ekkert var vitað um af- drif ættingja, vina, kunningja, sjómanna og farþega. Fólkinu fjölgaði á bryggj- unni, en nú var beðið björgunarskipa sem væntanleg voru. Annars staðar við höfnina var verið að gera klárt fyrir björgun farþega. Það var klukkan langt gengin í tvö þennan örlagadag, hryss- ingslegan vetrardag, að íslenski hluti breska sjóbjörgunarliðsins í björgunar- stöðinni í fiskhúsum Alliance hf. sá her- menn koma akandi í loftinu á jeppa. Þeir sögðu björgunarmönnum að koma í skyndingu niður að höfn. Sextán íslensk- ir björgunarmenn störfuðu innan Fleet Salvage Department of the Royal Navy og hluti þeirra var á vakt. Þeim var tilkynnt að þeir ættu að fara með stærsta enska dráttarbátnum að Reykjanesi og reyna að bjarga fólki af Goðafossi segir Jóhann J.E. Kúld í bók sinni SíiIIisí úfinn sær. Tvö skip höfðu verið skotin niður um morguninn, íyrst olíuskipið Shirvan og síðan Goðafoss og mannfall mikið eins og allir vita. Tala látinna á hafinu við Garðskaga á nokkrum klukkutímum þennan dag var nærri sextíu manns, - 24 íslendingar fórust af Goðafossi, og auk þess 17 af 19 enskum sjómönnum sem Goðafoss bjargaði af Shirvan, en eftir heimildum að dæma björguðust 40 menn af olíuskipinu í önnur skip. Loks er það stóri dráttarbáturinn sem ekki hefur verið fjallað um að neinu ráði, Empire Wold. Þar létust að talið er 16 menn til viðbótar. Hér á eftir verður fjall- að um Empire Wold og áhöfn hans. Um örlög þess skips er ekkert vitað. Feigir menn og ófeigir Jóhann Kúld segir svo í bók sinni: “Okk- ur brá ónotalega við þessi tíðindi þegar Goðafossnafnið var nefnt og hröðuðum okkur að dráttarbátnum sem mest við máttum. Þeir fyrstu voru komnir upp á landgang dráttarbátsins þegar hraðboði kom og stöðvaði okkur. Hann kom með þau boð frá aðmírálnum að sjóliðar frá hótelskipinu Baldri ættu að fara um borð í dráttarbátinn til mannbjörgunar, en okkur væri ætlað annað hlutverk. Við snerum því frá en sjóliðamir fóru um borð,” segir Jóhann. Hann segir að daginn eftir hafi þeir fengið að vita að dráttarbáturinn hafi verið skotinn með tundurskeyti á útleið- inni, hann hafi tæst í sundur og horfið í djúpið. “Hefðum við farið út með bátnum eins og meiningin var að við gerðum, áður en þeirri fyrirskipun var breytt á síð- ustu stundu, þá hefði allur íslenski björg- unarliðshópurinn horfið í djúpið, í stað bresku sjóliðanna. Var það tilviljun, eða voru það forlög sem þarna voru að verki? Því verður seint svarað,” segir Jóhann J.E. Kúld. Ekki nefnir hann nafn dráttarbáts- ins, en þar var um að ræða Empire Wold frá Sunderland, 369 tonna skip. Um borð var 9 manna áhöfn bátsins ásamt líklega 8 björgunarmönnum. Allir fórust þeir. Fréttir af atburðinum birtust naumast í fjölmiðlum á íslandi, kannski stuttur ein- dálkur um að enskur bátur hafi farist, ekki rnikið meira. í bókum um atburði 10. nóvember er ekki mörgum orðum eytt í Empire Wold og afdrif hans. Eðlilega er mest fjallað um Goðafoss og örlög skips- ins og þeirra sem voru um borð. I dag, sex áratugum eftir slysið, eru menn hinsvegar farnir að íhuga meira af- drif Empire Wold. Menn af ýmsurn þjóð- ernum bollaleggja á Netinu um hvað þarna kann að hafa gerst. Greinilega hafa margir lagt vinnu í að viða að sér gögn- um og hafa lagt ýmislegt til. Hinsvegar hafa þeir ekki leitað til íslands eftir upp- lýsingum. Það var ekki fyrr en Þór Whitehead blandaði sér í umræðuna í vor að botn komst í þessa umræðu. Hann gat leiðrétt ýmsan misskilning sem var á lofti í umræðunum á Netinu. Ung ekkja á Bergþórugötunni Empire Wold-slysið vakti upp mikla sorg í að minnsta kosti einu húsi í Reykjavík, þar sem ekkja eins ensku skipverjanna á Empire Wold bjó hjá fjölskyldu sinni. Heima á Bergþórugötu 10, í einu litlu bárujárnshúsanna, sem núverandi utan- 20 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.