Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2004, Blaðsíða 58
Landvélar ehf í Kópavogi eru með allt sem viðkemur vökva- og loftkerfum Vörunýjungar og vöruþróun Fyrirtækið Landvélar ehf í Kópavogi er löngu landsþekkt fyrir sölu og þjónustu á drifbúnað af ýmsu tagi og þykir í fremstu röð á sínu sviði. Fyrirtækið var stofnað árið 1967 og hefur vaxið og dafnað síðan. Þar starfa nú 35-40 manns og hjá Landvélum leggja menn menn kapp á að bjóða jafnan það besta á mark- aðinum auk þess sem umfangsmikil vör- urþróun fer fram innan fyrirtækisins. Við ræddum við Ásþór Guðmundsson hjá Landvélum um starfsemina og hér á eftir fara ýmsar upplýsingar sem fram komu í spjallinu við Ásþór. Síðastliðna mánuði hefur verið unnið að þvi að byggja upp vatnsdæludeild hér í fyrirtækinu. Markmið okkar varðandi væntanlega dæludeild er að hún spanni sem stærst og breiðast svið dælu- og dælubúnaðar, hvort sem uin er að ræða dælur til almennrar notkunar, landbún- aðar, iðnaðar eða til sjós og lands. Ákveðnir starfsmenn fyrirtækisins hafa lagst yfir þetta verkefni af alúð og kost- gæfni með jrað eitt að markmiði að finna gæðabúnað á sem bestum verðum, við- skiptamönnum fyrirtækisins til mestra hagsbóta. Hefur verið kallað heim óhemju magn af gögnum frá hinum ýmsu dælufram- leiðendum, og farið vandlega yfir þetta og reynt eftir bestu getu að velja þann framleiðanda sem best hefur fallið að kröfum okkar varðandi gæði, þjónustu- stig og verð vörunnar. Hér er fyrst og fremst um að ræða smærri dælur frá Flotec á Ítalíu, sem hef- ur sérhæft sig í handhægum og srnærri gerðum af dælum til almennar nota. Má þar helst til nefna: • Brunn og þróardælur • 4” borholudælur • Sjálfvirk dælusett með þrýstikút • Mótordrifnar (2hp) dælur (bensín) • Stakar lágþrýstar og háþrýstar dæl- Asþór Guðmundsson hjá Landvclum. ur með sjálfvirkum ræsi og topp búnaði • Sjálfsjúgandi (self-priming) dælur • Ýmis dælu stjórnbúnaður Afrakstur undanfarinnar vinnu við upp- lýsinga og gangnaöflun varðandi vatns- dælur og hliðtengdan búnað er nú þegar orðinn vel merkjanlegur í aukinni vöru- flóru fyrirtækisins. Má þar helst nefna dælur frá Flotec á Ítalíu sem sérhæft hefur framleiðslu sína að smærri notendum, samanber sumar- húshúsaeigendum, bændum og öðrum sem þurfa eða eru sjálfaaflandi um vatn. Jafnframt þessu hefur fyrirtækið horft til þess að geta boðið stærri fyrirtækjum, stofnunum sem sveitarfélögum vatnsdæl- ur, hvort sem er til dælinga á heitu og köldu vatni sem þunn og þykk efna dæl- inga. Þar tná helst til nefna fyrirtæki sem SAER sem stofnað var 1951 og Landvélar hafa gerst umboðsaðillar fyrir hér á landi. í einum öflugasta vörulista sinnar tegundar sem kemur frá SAER má finna yfir 500 gerðir af dælurn og mótorum. Framleiðslusvið SAER nær yfir flest svið dæling og breytilegra þarfa, þar á meðal miðflóttaaflsdælur beint af lager alt að 115 Kw og borholudælur alt að 12” með 300 Kw. mótorum. Einna mestri og víðastri dreifingu hafa þeir hjá SAER náð með borholudælur sínar sem hafa þótt einstaklega vel smíð- aðar og vönduð verkfæri á verðum sem flestir framleiðendur slíkra dæla hafa átt erfitt með að keppa við. í dag er merki SAER vel þekkt í yfir 90 löndum, og hefur vegur þess og vel- gengni vaxið alla tíð frá stofnun fyrirtæk- isins. Háþrýstiþvottavélar Að vísu hafa Landvélar um margra ára skeið selt dælur og veitt þjónustu til fisk- , sjávarútvegsfyrirtækja og bænda, helst hefur verið hér um að ræða snigildælur frá hinum ýmsu framleiðendum saman- ber Nova Rotors, Netzsch, Mono og Bell- in. Nú er stefnt að því að víkka þetta sölu og þjónustu svið fyrirtækisins veru- lega samhliða uppbyggingu vatns- dælu- deildar fyrirtækisins, því þótt hér sé kannski um ólíkar dæluaðferðir að ræða annars vegar þar sem vatni er dælt og hinsvegar ýmsurn þykkni efnum saman- ber fiskúrgangi og því líkum efnum. Alt snýr þetta að því að flytja efni frá einum stað til annars í lokuðum rásum og lögn- um, og er það einmitt það svið sem Landvélar hafa lagt að hluta nýsköpun og vöruþróun sína í. Jafnframt uppbyggingu almennrar dæludeildar hjá fyrirtækinu hefur sam- hliða þróast og aukist verulega úrval og þekking á háþrýstum vatnsdælubúnaði lil spúlunar og almennra hreingerninga, hér er helst lil að nefna að fyrirtækið hef- ur hafið innflutning á hágæða háþrýsti- þvottavélum frá Inter Pump, ásamt því að hafa aukið verulega lager úrval sitt af allslags tilheyrandi búnaði, sem vatns- byssur og framlengingum, stökum dýs- um, slöngukefli, slöngur og öll tengi- stykki þar að lútandi. Einnig hefur fyrirtækið þróað og hafið framleiðslu glussadrifinna sjóþolinna há- þrýstiþvottavéla, sem er einstaklega hentug um borð i fiskiskip og i fisk- vinnslustöðvar. Allir hlutar dælunnar sem eru í snert- ingu við dæluvökvann eru úr sjóþolnum efnum. Háþrýstidælan er knúin af glussa- mótor 25 - 30 l./mín. við vinnuþrýsting 150 bar. Afköst sjó / vatnsdælu 15 l./mín. við 200 bar. Hér er aðeins fátt eitt nefnt af nýjung- um og vöruþróun sem átt hefur sér stað innan fyrirtækisins uppá síðkastið. Vöru- þróun og viðbætur í vörusafn Landvéla er næstum daglegur þáttur í starfsemi þess og hefur svo verið frá stofnun þess, bæði vegna framsækni stjórnenda og ekki síður starfsmanna fyrirtækisins sem margir hverjir búa yfir einstakri þverfag- legri þekkingu á öllum sviðum er víkja að starfsemi fyrirtækisins. 58 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.