Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 5
NÁTTÚRUFR. Alka. og vesturströndina. Eftir taln- ingum að dæma, nemur álkan tæplega nema 5—10% af öll- um svartfugli við Vestfirði í ágúst. Eins og langvían (og stuttnefjan) byggir hún helzt hreiður.sín í bröttum björg- um, sem vita mót opnu hafi. Hvað langvíu og stuttnefju snertir, verpir stuttnefjan einkum í björgum kaldari landshlutanna, en langnefjan í björgum hinna heitari. — Langnef jan er til dæmis mjög algeng við Vestmannaeyjar, en þar er stuttnefjan frekar sjaldgæf, og eftir talningum við Hornbjarg, 15. júní 1926, komst eg að þeirri niðurstöðu, að hlutfallið á milli langnefju og stuttnefju var eins og 1 á móti 50. Eftir því, sem mér er kunnugt, er ekki til nein nákvæm skýrsla yfir fuglabjörgin við ísland, á kortinu (4. mynd), sem hér er sýnt, má sjá þau helztu. „Fiskiskýrslur- og hlunninda“ gefa gott yfirlit yfir fugla- veiðarnar, en þar sem stuttn., langv. og álka eru einu nafni nefnd svartfugl, er ekki hægt að sjá, hvernig hinum einstöku tegundum er skipað í björgin. Á kortinu er landinu skift í 7 hluta, og tölurnar sýna svart- fuglsveiðina í hverjum hluta, árið 1913. Það er greinilegt, að nærri allur fuglinn er veiddur við vestanvert landið, á svæð- inu frá Vestmannaeyjum að Eyjafirði, og um þrír fjórðu hlutar hafa veiðst við Vest- firði og vestanvert Norður- land. Þetta stafar náttúrlega mikið af því, að á þessu svæði eru flest og stærst fuglabjörg, en öllum þeim, sem ferðast Lundar.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.