Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 18
128 NÁTTÚRUPR. Fyrir þýzkum leiðangursmönnum átu birnir sykur og kerti, tugðu sundur giímmlflöskur og tóbakspakka og drógu tapp- ann úr sprittbrúsanum. Og þeir voru byrjaðir á að naga verð- mæta dagbók er komið var að þeim og þeir hrökkluðust burtu. (Sbr. Brehm.: Djurens Liv III. bls. 488). BARNSSÆNGIN. Hvítabirnir leggjast ekki í dá á veturna, eins og frændur þeirra á landi gera flestir. Menn verða þeirra varir og veiða þá allan veturinn. Þó telur Sverdrup, norðurfarinn frægi, að þeir séu mjög lítið á ferli á heimskautanóttunni, og séu þeir ekki í eiginlegu dái þann tíma, þá muni þeir þó halda meira kyrru fyrir þá en ella. En hvernig sem því er farið með þá al- mennt, þá er það víst, að þungaðar birnur gera það. Birnurnar ganga með í 8 mánuði. Eftir því sem reynslan er í dýragörðum, þar sem æxlun hefir tekist, gjóta þær í nóv- ember eða í byrjun desember. Þær búa sig undir það, sem koma á, með því að stunda selveiðina af kappi, og eru þær spik- feitar undir veturinn. Þá gera þær sér ból í djúpri snjófönn, og er tilhögunin ekki ólík því, sem er á hinum upprunalegu hreysum Skrælingja. Aðalverustaðurinn liggur nokkuð ofar en inngangurinn, og kemst því heita loftið ekki út, vegna þess að það leitar ávalt upp en ekki niður. Nýlega hefir danskur maður, Alwin Pedersen, fundið og rannsakað nokkra slíka „fæðingar- klefa“ inni í botni Norðvesturfjarðar, sem gengur norður og inn úr Scoresbysundi. Hann lýsir fyrsta fundinum þannig: „í fönn einni mikilli, undir stórum fjalljaka, tókum við eftir stóru opi. Við klifruðum upp fönnina og sáum þá inn í helli, sem var sívalur eins og pípa, og sáum við skýr för eftir bjarn- dýrsklær í frosnum veggjunum. Vegna þess hve dimmt var inn að sjá, gátum við ekki séð gerð hellisins. Eg gekk úr skugga um, að ekkert dýr væri inni í hellinum, og kraup svo á fjórum fótum inn. Eg hélt fyrst, að hér væri ekki nema um sívalan gang að ræða, en tók svo eftir hliðargangi, og er eg hafði skriðið eftir honum, varð fyrir mér rúmgóður hellir. Eg gat hæglega bæði legið þar og setið. — Birnan hafði gert sér svona myndarleg hí- býli, til þess að bera þar unga sína og annast um þá fyrstu mán- uðina af æfi þeirra. En börnin höfðu gert í bólið, og svo var megn daunn þar inni, að eg flýtti mér að komast aftur út í hreina loftið“. Þarna liggur birnan allan veturinn og elur unga sína á mjólk,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.