Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 24
134 NÁTTÚRUFR. rannsóknum og enginn ætlaðist til þess þá, né fór þess á leit. Island og Grænland voru þá jöfnum höndum skoðuð sem út- lönd Danmerkur og Danir höfðu allan veg og vanda af veður- athugunum hér allt til 1918, að Veðurstofan var stofnuð. Síðan 1918 hefir margt breyzt í heimi hér. Vélræn menn- ing og hverskonar tæki hefir tekið stórstígum framförum. Ný verkefni hafa jafnframt verið tekin til rannsókna, sem áður voru ofvaxin viðfangsefni. í veðurfræði er einnig komin önnur öld, þótt ennþá séu mörg örðug viðfangsefni óleyst. Loftskeyti hafa gert það kleift að dreifa daglegum veðurfregnum landa og heimsálfa á milli. í stað þess að áður varð að láta sér nægja að gera veðurathug- anir á yfirborði jarðar, er nú aðaláherzla lögð á að rannsaka Snæfellsjökull (sunnan aö). ástand loftsins og hreyfingar hið efra allt að 10—20 km. yfir sjó. Tæki hafa verið smíðuð, sem hægt er að senda hátt í loft upp mannlaus og skila þau nákvæmum mælingum af hitafari, raka og þrýstingu uppi í loftinu, þegar þau falla aftur til jarð- ar. Sum senda sjálfkrafa skeyti til jarðar um lofthitann með- an þau svífa hátt í lofti. En þessar rannsóknir kosta mikið fé og því eru þær aðeins framkvæmdar á fáum stöðum — of fáum til þessa gefa fullt yfirlit yfir höfuðstrauma þá, sem eiga sér stað í lofthjúp jarðarinnar milli hitabeltis og heimskauta- svæða. Að öllu þessu athuguðu hefir það þótt tímabært að hefja

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.