Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 26

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 26
136 NÁTTÚRUFR að hollenzkir flugmenn hafi bækistöð nálægt Reykjavík og fljúgi hátt í loft upp til veðurrannsókna þegar veður leyfir. En þær rannsóknir eru mjög háðar veðri og falla margir dagar úr vegna dimmviðris og storma. Þá fylla háfjallastöðvarnar upp í eyðurnar. — Ein slík stöð á Snæfellsjökull að verða. Er hann ein af 10—12 háf jallastöðvum sem ráðgert hefir verið að koma upp á norðurvegum. Hinar stöðvarnar eiga að vera: 2 á Vesturströnd Grænlands. 1 á Suður Grænlandi. 2 á Austur Grænlandi. 1 í Færeyjum. 2 í Noregi. 1 á Svalbarða. 1 í Nova Scotia. Snæfellsjökull er rúmir 1440 m. að hæð og verður ein af hæstu stöðvunum. Aðeins 2 stöðvar verða mun hærri eða um 2000 m. Upphaflega var svo ráð fyrir gert í Kmh. 1929, að tvær háfjallastöðvar yrðu stofnaðar hér á landi. önnur á Snæfells- jökli, kostuð af Svisslendingum, en hin á Austurlandi, t. d. Snæfelli, kostuð af Itölum. En svo kom heimskreppan, og er því hætt við, að minna verði af framkvæmdum en ella mundi. Það er vandséð, hvort Sviss treystir sér til að leggja nokkuð tii stöðvarinnar á Snæfellsjökli, en ef það bregst, hefir for- stjóri dönsku veðurfræðist., Dr. la Cour, boðist til að hlaupa undir bagga, með því að leggja til efni í' hús á Snæfellsjökli, og lána áhöld og einn starfsmann. Með framlagi því — 5 þús. kr. — sem Alþingi hefir veitt, má því telja víst, að hægt verði að stofna rannsóknastöðina og halda henni í eitt ár, frá 1. ág. 1932 til 31. ág. 1933. Það er ekki hægt enn sem komið er, að gefa neina ákveðna lýsingu á tilhögun stöðvarinnar. Lítill kofi mun verða reistur á jöklinum til vetrarsetu fyrir 2—3 menn. Þar af þarf einn að vera æfður veðurfræðingur, einn loftskeytamaður og einn til aðstoðar um flutninga o. fl. Húsið verður lítið og vistir ekki nema fyrir hrausta menn, sem eru reiðubúnir að leggja tals- vert að sér, til þess að árangurinn verði sem beztur. Verkefni þeirra verður, daglega að gera veðurathuganir á ákveðnum tímum og sjá um sjálfvirk tæki til mælinga, svo sem hitamæla, úrkomumæla, rakamæla, vindmæla og loftvogir. — Er það

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.