Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 15
NÁTTtJRUPR. 125 Dýrið rennur á flótta eftir stórum jaka. Skipinu er beitt eins og mest má innan um íshrönglið. — Nú leggst bangsi til sunds í stórri vök. Komist hann yfir á stóra jakann fram- undan er hann tapaður. Þar eru skipinu öll sund lokuð. Nú er- um við komnir inn í vökina. Og þó að knálega sé synt á undan, dregur þó fljótt saman með bátnum og bangsa. SgHif . J Bjarndýr á flótta. Byssuhlaup t. v. á myndinni. Skot. Öskur. Sjórinn blóðlitaður. Skot, skot, skot, í sjóinn, í dýrið. Skot! Skot! „Vel hæft, Gunnar!“ — „Það var þú sem hæfðir!“ — Bangsi er fallinn. Nú flýtur hann í vatnsskorpunni, furðu- lega mikill. Leikurinn var ójafn. Steinaldarmaðurinn með veiði- skjálftann stóð í öryggi með véltæki nútímans í höndunum. En það er þó eitt hið stæltasta rándýr jarðarinnar, sem við bisum inn fyrir borðstokkinn. — LIFNAÐARHÆTTIR. Hvítabjörninn er eitt hið stæltasta og mikilfenglegasta dýr jarðarinnar, og hefir jafnvel einkennilegri lifnaðarhætti en nokk- urt annað dýr. Hann telst til landdýra, en kemur þó varla á land. Hann er ekki sjódýr, en hittist þó stundum á hafi úti, þar sem hvergi sést ís eða land. Heimkynni hans eru ísbreiðurnar í Norður-íshafinu, líklega alla leið norður undir sjálft heimskautið og suður að löndum þeim, er að íshafinu liggja: Síberíu, Rússlandi, Noregi, íslandi, Græn- landi, Kanada og Alaska. Hann hittist á öllum þessum löndum, á norðurströndum þeirra, en þó eiginlega að eins sem gestur. Með

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.