Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 30
140 N ÁTTÚRUFR. Lítill haffs víð Nýftmdnaíand. Síðan hið eftirminnilega „Titanic“-slys varð, árið 1912, hafa siglingaþjóðir í Norður- og Vesturálfu gert út skip á ári hverju, til þess að vera á verði á grynningum við Nýfundnaland og hafa gát á borgarísnum (fjalljökum), sem rekur frá Baf- fins-flóa og Davíðssundi suður í Atlanzhafið. Varðskip þessi leita jakana uppi og útvarpa jafnharðan tilkynningum um staði l>eirra og stærð, hvert þeir reka og hve hratt. Geta þá önnur skip varast hættuna. Að meðaltali hefir 386 borgarísjalta rekið suður með Ný- fundnalandi á ári hverju síðan í'svarzlan byrjaði, En talan er mjög breytileg. Árið 1929 fundust hvorki meira né minna en 1351 jakar, og margir þeirra komust allt suður á 40. stig N.br. áður en Golfstraumurinn vann á þeim. En síðastliðið ár (1930) voru þeir að eins 15 talsins, sem komust suður fyrir Nýfundna- land, en suðurströnd þess er á 48 st. N.br. Syðsti jakinn komst suður á 46 st., eða rúmlega 200 km. suður fyrir Nýfundnaland. Hafís er vanur að leggjast að ströndum Nýfundnalands að vetrinum, en síðastliðinn vetur var þar enginn ís. Fagureyjar- sundið (Bell Isle) varð fært skipum þegar í marz-mánuði, en að jafnaði er þar ófært vegna íss fram í júlí-mánuð. Síðastliðið ár hefir norskur haffræðingur, er Olav Mosby heitir, og áður var aðstoðarmaður hjá Fr. Nansen, haft forystu ísrannsóknanna á hendi. Af rannsóknum, sem hann jafnframt hefir gert um hafstrauma, álítur hann að þetta óvenjulega ís- leysi stafi af því, að kaldi hafstraumurinn, sem kemur norður með Labradór, sé nú mjög kraftlítill. En það stafar sennilega af óvenjulega góðu tíðarfari lengra noi’ður, þar sem straumurinn á upptök. — Til þess að rannsaka þetta nánar, hefir stjórn Bandaríkjanna sent vísindaleiðangur, undir stjórn Mosbys, norð- ur í Davíðssund og Baffinsflóa í sumar. Um árangurinn af þeirri 1‘ör er ekki orðið kunnugt enn þá. ■— Jón Eyþórsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.