Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFR.
123
fyrstu töflurnar yfir gang Úranusar. Smáskekkjur hafa þó verið,
sem menn hafa viljað skýra á sama hátt og skekkjurnar á Úran-
ustöflunum, og ýmsir hafa reiknað út hvar sú reikistjarna hlyti að
vera, er orsakað gæti þessar truflanir. Sérstaklega gerði stofnandi
Lowell-stjörnuturnsins, ameríkumaðurinn Lowell (f 1916), mjög
nákvæma rannsókn á þ’essu árið 1915. Leit hans varð þó árang-
urslaus.
Síðastliðið ár barst sú fregn út frá Lowell Observatory, að
þar hefði loks fundist reikistjarna sú, er leitað var að. Stjarna
þessi hlaut nafnið Plútó. Ungur maður, að nafni Mr. Clycle W.
Tombaugh, hafði fundið hana 21. janúar 1930 eftir hálfs árs leit.
Þegar búið var að reikna fyrstu brautina fyrir stjörnu þessa og
þar með hægt að segja hvernig hún hefir hreyfst undanfarandi
ár, fundust myndir af henni á ljósmyndaplötum frá 1917 og 1919.
Síðan hafa fundist myndir af henni bæði á eldri og yngri plötum.
Þetta hafði mjög mikla þýðingu, því annars væri enn ekki hægt
að reikna út nákvæma braut fyrir stjörnuna.
Lowell hafði giskað á, að Ijósstyrkleiki stjörnu þessarar væri
12—13 m., þ. e. að hún væri um 1000 sinnum daufari en dauf-
ustu stjörnur, sem sjást með berum augum, en í rauninni er
stjarnan um 10000 sinnum daufari en daufustu stjörnur, er sjást
með berum augum. Þessi ranga ágizkun Lowell’s varð til þess,
að hvorki hann né eftirmenn hans notuðu nógu ljóssterka sjón-
auka við leitina, og leit þeirra varð því árangurslaus. Það er nú
komið í ljós, að útreikningar Lowell’s sögðu rétt fyrir um legu
stjörnu þessarar, þótt hann bæri ekki gæfu til að finna hana.
Loivell fékk umferðartímann 282 ár og minnstu fjarlægð frá
Sólu 34,3 jarðfjarlægðir
árið 1891. En Dr. Crom-
melin fékk síðastliðið ár
fyrir Plútó: umferðartím-
inn 250,7 ár og minnsta
fjarlægð frá Sólu 29,7
jarðfjarlægðir árið 1989.
Tölur þessar sýna greini-
lega, að útreikningur Lo-
well’s hafi ekki verið al-
veg út í bláinn. Meðal-
fjarlægð Plútós frá Sólu
er 39,8 jarðfjarlægðir, en
meðalfjarlægð Neptúnus-