Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUPR.
139
f
Veíðí- og íoðdýraféíag Isíands.
Félag þetta var stofnað hér í Reykjavík 5. maí síðastl.
mest fyrir forgöngu Gunnars Sigurðssonar frá Selalæk. Til-
gangur félagsins er samkv. lögum þess: ,,1) Að stuðla að fjölg-
un dýrategunda á íslandi, sérstaklega með tilliti til ræktunar
loðdýra. 2) Að veita vernd gegn eyðingu innlendra dýrateg-
unda. 3) Að stuðla að stofnun hagsmunafélaga til grávöru-
framleiðslu".
I 3. grein félagslaganna segir svo: „Tilgangi sínum hugs-
ar félagið sér að ná með því að efla þekkingu á dýrategund-
um, sem áður eru lítt þekktar á íslandi, leiðbeina mönnum með
ræktun þeirra dýra, sem eru hentug til grávöruframleiðslu,
halda saman innlendri og erlendri þekkingu um lifnaðarháttu
og ræktun dýra og söluskilyrði á afurðum af slíkum dýrum,
fræða menn um nauðsynina á að nota í allri dýrarækt kyngóð-
ar tegundir, sjá um skipulag á ættfærslu ræktaðra dýra, og
reyna að hafa áhrif á löggjöfina í samræmi við tilgang sinn.
Jafnframt vill félagið vinna á móti því, að fluttar verði til lands-
ins dýrategundir, sem geta orðið til tjóns“.
Félagið ætlar sér að gefa út ársrit, sem félagsmenn fá ó-
keypis. Mun fyrsta heftið þegar vera í undirbúningi.
í 13. gr. félagslaganna segir svo: „Strax og tök eru á, setur
félagið upp tilraunastöð, bæði til hreinræktunar loðdýra, sem
fyrir eru hér, og til þess að rannsaka hvernig ræktun nýrra
tegunda muni gefast. Skal vanda til tilraunastöðvarinnar, bæði
um útbúnað, hirðingu og athuganir, svo sem framast er unnt.
Félagsmenn ganga fyrir öðrum um kaup á dýrum frá tilrauna-
stöðinni, ef þeir setja á stofn ræktun sjálfir".
Er vonandi að félaginu vaxi svo fiskur um hrygg, að það
geti starfað að þessum áhugamálum sínum.
Stjórn félagsins skipa: Gunnar Sigurðsson formaður, Ár-
sæll Árnason ritari, Guðm. Guðmundsson frá Nesi gjaldkeri,
Emil Rokstad og Pálmi Hannesson.