Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 9

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 9
NÁTTÚRUFR. 167 að demantar væru hreint kolefni. Áður vissu menn það, að þeir eyddust í mjög miklum hita, og all-löngu áður hafði Isac Newton leitt ýms rök að því, að demantar hlytu að geta brunnið, en það var vísindamaður við háskólann í Florence, sem árið 1694 sannaði það með tilraun, að demantar brenna í 850° hita, ef látið er leika um þá hreint súrefni í loganum, en brennsla þeirra hélt því að eins áfram, að hiti lækkaði ekki úr þessu. Án slíks súrefnis þurftu þeir miklu hærri hita til að brenna, svo ekki geta þeir talizt eldfimir, þótt úr kolefni séu. Á mörgum stöðum, þar sem demantar finnast, er ekki hægt að fá minnstu vísbendingu um, hvernig þeir hafi skapazt. Þegar þeir finnast t. d. i grjóti, möl, sandi og hörðnuðu vatnabergi, sem fyrir löngu hafa borizt langt að frá upprunalegu heimkynni. En á nokkrum stöðum, sérstaklega í S.-Afriku, hafa fengizt nokkrar bendingar í þessa átt. Það var ljóst frá byrjun, að kolaefni þurfti til myndunar demantanna. Hugðu ýmsir framan af, að kolefni demantanna gætu verið af lífrænum uppruna, þannig, að slíkar leifar, sem lent hefðu djúpt í jörðu, hefðu við mikinn hita tekið miklum breytingum og við það getað breytzt í demanta. í Kimberlay voru ýms jarðlög menguð af kolefnissamböndum umhverfis námurnar, og virtist sumum fræðimönnum, að það gæti verið stuðningur þessari skoðun. En nú kom það fyrir, að demantsagnir fundust í loftsteinum, sem fallið hafa á jörðina utan úr geimnum, einkum í þeim, sem voru að mestu úr járni, og eins nokkuð í þeim, sem voru úr bergsteinum. í leirlögum þeim, sem demöntum mest er safnað úr i Kimberlay, finnast oft allstórir molar af kristöllóttu grjóti. Vita menn, að slíkt grjót finnst alldjúpt í jörðu, sem fast berg undir námunum. Er það gamalt gosberg, sem storknað hefir fyrir afar löngu. í steinmolum þessum finnast kristallar ýmsra stein- tegunda og þar á meðal demantar. Var þetta vísbending um það, að demantarnir væru myndaðir jafnsnemma og bergið sjálft storkn- aði niðri í jörðinni, Virðist því sú skýring standa næst, að demant- arnir, eins og svo margar aðrar stein-tegundir, séu myndaðir við storknun niðri í jörðinni af kolefni, sem ásamt öðrum efnum, er þar að finna bráðið og fljótandi. Þegar kolefnið ekki nær útrás, storknar það smám saman um leið og eldleðjan storknar, og allt verður að föstu bergi. Það er svo sem nóg af kolaefni niðri í jörðinni, þótt eigi sé það af lífrænum uppruna. Má maika það af því, hve mikið kemur af kolsýru upp í eldgosum, með heitum jarðgufum og hverum. Tiiraunir, sem gerðar hafa verið til að búa til demant með

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.