Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1932, Blaðsíða 10
168 NÁTT0RUFR. mannahöndum — ef svo mætti segja — hafa og stutt þessa skoð- un. H. Moissan hét sá, er fyrstum tókst að búa til demanta (1893). Hann leiddi uppleyst kolaefni inn í glóandi heitt bráðið járn. Þjapp- aði hann hvoru tveggja sem mest saman í vélum. Er það hafði náð mjög háum hita, lét hann hvort tveggja kóina saman sem hægast. Arangurinn var sá, að margir örsmáir demantar höfðu myndazt í járninu. Nafnið á demöntum virðist í fljótu bragði torráðið. En mál- fræðingarnir þykjast hafa fundið á þvi full skil. Telja þeir, að griska orðið Adamas hafi meðal Grikkja þýtt harður málmur, og hafi síðar átt við mjög harðar steintegundir, og segja þeir, sem fróð- astir eru, að Manilius (árið 16 e. Kr.) hafi fyrstur notað þetta orð um demanta, en upprunalega þýði þetta orð hinn óvinnandi, sem Iýtur til þess, hve örðugt er að vinna úr slíkum steinum. Plinius talar um fágæta steina, sem séu verðmætari en allir aðrir gim- steinar, og sjáist þeir varla hjá öðrum en konungum. Lýsir hann sex tegundum (afbrigðum), og er mjög liklegt, að sumir þeirra hafi verið demantar, þótt eigi séu þeir nefndir Adamas-nafninu. Er líklegt, að demantar hafi verið lítt kunnir meöal Rómverja á þeim tímum. En síðari rómverskir rithöfundar geta um ýms fljót í Indlandi, þar sem »Adamas« finnist innan um sand og möl. Mál- fræðingar ætla, að nafnið hafi siðan smám saman breytzt og tekið á sig eftirfarandi myndir: »Adamant, Adamaunt, Diamant«, og að síðustu »Diamond« eða demantur. Nafnkunnir demantar, sem sögur fóru af þegar snemma á öldum, eru sumir enn til. Voru þeir víst nálega allir upprunnir úr námunum á Indlandi. Elztu áreiðanlegu lýsingarnar á náminu þar eru eftir lækni nokkurn frá Portúgal, er dvaldi þar eystra um skeið sem læknir (1565), Garcia del Orca að nafni. En frakkneski kaup1- maðurinn Tavernier (1605—1681), sem dvaldi all-lengi þar eystra, sagði enn gleggra frá ýmsu, er við kom demöntunum, enda dvaldi hann þar í mörg ár og keypti gimsteina. Segir hann frá ýmsum nafnkunnum demöntum, sem þá voru til þar eystra. Koh-i-noor (1. mynd) er nafnkunnastur af indversku dernöntun- um. Hans er snemma á öldum getið í indverskum sögnum og sögu hans má rekja frá byrjun 14. aldar, því að hann átti þá drjúgan þátt í deilum og Vopnaviðskiptum milli þjóðhöfðingja eða konunga í Indlandi og Afganistan. Árið 1739 var hann í eigu Nadir Shah í Persíu. 1813 komst hann í eigu indverska verzlunarfélagsins miklá og 1850 gaf félagið Victoriu Englandsdrottningu steiriinn. og hefir hann síðan verið meðal fegurstu skrautgripa ensku krúnunnar. Er

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.