Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 11

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 11
NÁTTOllUim. 169 hann komst i eigu drottningarinnar, var hann 186'/io karat að þyngd. Fenginn var demantafágari frá Amsterdam til að fága st.'in- inn upp og gjöra hann eins og hann litur út hér á myndinni, og var hann eftir þá aðgerð ekki nema 106'/i« karöt (=21—22 g). Það hafa verið leiddar ýmsar getur að uppruna þessa demants. Það eru til sögur um það, að í svonefndri Golkonda n.ámu á Ind- landi hafi fundizt demantur, sein ófágaður vó 787 karöt. Tavernier kveðst hafa sé5 þenna stein fágaðan og hafi hann vegið ca. 280 karöt. Hefir sá steinn oft verið nefndur Stór-Mógúll. Frakkneskur hermaður, stal fögruin demant úr auga skurðgoðs eins í Brama- musteri á Indlandi. Skipstjóri nokkur stal aftur steininum af her- manninum og komst með hann alla leið til Evrópu. Orloff fursti, einn af vildarvinum Katrínar II. Rússadrottingar, keyþti steininn fyrir ca. 180,000 kr. Vó hann 194n/.i karöt. Furstinn gaf Katrínu drottningu steininn, sem lenti meðal konungsgersema Rússastjórn- ar og var kallaður Orloff eftir gefandanum. Hafa sumir haldið, að bæði Orloíf og Koh-i-noor liafi verið brot af hinum upprunalega Stór-Mógul, sem tegld liafi verið til sér í lagi. 1526 er getið um demant, er lenti í hershöndum í Agra í Indlandi. Er þess jafnframt getið, að hann hafi vegið 187 karöt. Telja ýmsir líklegt, að það hafi verið Koh-i-noor, því að hann hafði að heita mátti alveg þessa þyngd er hann komst í hendur Evrópumanna. Excelsior, sem næsta mynd er af (2. mynd), á ekki Ianga sögu sem gimsteinn, hann fannst í svonefndu Jágerfontein i S.-Afríku 1853. Hann vó ófágaður eins og hann kom úr jörðinni 969Ú2 karöt, var skipt niður í 10 steina er vógu frá 68—13 karöt. „Regent" eða „Pitt“ demantinn var fallegur og stór steinn, sem fannst á Indlandi eða á Borneó, hann vó 410 karöt og var keyptur af Pitt landstjóranum í Madras fyrir 416,000 kr., hann var síðar keyptur af Frakkakonungi (1717) fyrir 160,000 kr. Hann hafði létzt við fágunina niður í 196u/ib karöt. Á timum stjórnar- byltingarinnar var honum stolið ásamt öðrum gimsteinum krún- unnar, en hann fannst aftur og hefir síðan verið í Frakklandi. Sancy, gimsteinn, sein sýndur er á 3. mynd, vó 53i2/ig karöt, það er sagt, að hann hafi verið í eigu Karls djarfa, de Sancy, Elísabetar Bretadrottningar, Henríettu Mariu, Mazarín kardínála, Lúðvík XIV. Steininum var stolið ásamt Pitt á tímum stjórnar- byltingarinnar og hefir síðar verið í eigu Spánarkonungs, prins Demidoff og indversks fursta. Florentine eða Tuscany demantinn (4. mynd) var með dálítið

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.