Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 12
170
NÁTTÚKUFR.
gulleitum blæ, sem þótti auka fegurð hans, hann vó 1331/;, karöt,
og var einn af austurrísku krúnu gimsteinunum.
Nassak (5. mynd) vó 89,59 karöt, var fluttur til New York
árið 1927 og hefir líklega lent hjá einhverjum auðmanninum.
1905 fannst Cullinan gimsteinninn í einni námunni i Transvaal,
sem nýlega var byrjað að vinna. Var það Afríkumaður sem stein-
inn fann. Að stærðinni til yfirsteig hann alla demanta, sem þekkst
hafa síðan sögur fara af, vó hann 3024 karöt eða talsvert meira
en !/2 kg (ca. 605 gr). Stjórnin í Transvaal keypti steininn árið
1907 og gaf hann Játvarði VII. Englands konungi. Hann var send-
ur til Amsterdam til vinnslu og fágunar, og var sagaður niður i
9 fremur stóra steina og 96 mjög smáa. Á myndinni á bls. 163 er
aðalsteinninn sýndur til vinstri handar með sömu gerð og hann
hafði, er hann kom úr jörðu, en til hægri handar 9 stærstu stein-
arnir er úr honum voru gjörðir. Fjórir hinir stærstu vega 516V2
karöt sá stærsti, hinir eftir stærð 3093/ig karöt, 92 karöt, 62 karöt
en aðrir miklu minni. Allir voru steinarnir gallalausir og uppfylltu
ströngustu kröfur. Margir aðrir fagrir og stórir (150—457 karöt)
demantar hafa fundizt í Afríkunámunum.
Nafnkunnastur demant, sem fundizt hefir í Brasilíu hefir verið
nefndur „Suðurstjarnan“. Hann fannst 1853 og vó 254V2 karöt
er hann kom úr jörðu, og var seldur fyrir 800,000 kr. Þegar búið
var að fága hann, vó hann 125 karöt og var þá seldur fyrir
1600,000 kr.
Á 6. mynd eru sýndir gimsteinar af venjulegastri stærð og
útliti, eins og þeir koma úr jörðu í námum í S.-Afríku. Er fróð-
legt að bera myndina saman við forsíðumyndina.
Ég hafði ætlað mér að skrifa nánara um demantana, einkum
um námurnar og rekstur þeirra í S.-Afríku en því verður að fresta
nú og láta það bíða betri tíma. G. G. B.
Hveraftiglar.
í „Dulrænum smásögum“, eftir Br. Jónsson frá Minnanúpi,
segir Gísli Magnússon, fyrrum bóndi í Króki í Grafningi, frá
fuglum nokkurum, sem bæði sjálfur hann og aðrir höfðu séð á
„stóra hvernum“ á Ölkelduhálsi.
Á árunum 1912—1920 átti eg nokkurum sinnum leið fram