Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 13

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 13
NÁTTÚRUPR. 171 hjá hver þessum, sem er fast við veginn, þegar farið er ,,milli hrauns og hlíða“ frá Kolviðarhóli austur í Grafning. Kom mér þá jafnan í hug saga Gísla um hverafuglana. Þótti mér hún all- ótrúleg, því hverinn virtist í meira lagi óárennilegur náttúr- legum sundfuglum, allur rjúkandi og bullandi landa milli, en yfirnáttúrlegum kynjafuglum hafði eg ekki mikla trú á. Síðast í júlí 1922 fór eg enn þessa leið. Voru þá í för með mér kona mín og Steinþór sonur minn. Er við nálguðumst hver- inn, ræddum við um, að gaman væri nú að sjá hverafuglana. Jú, viti menn! Þarna voru þeir, 6 að tölu, og syntu fram og aft- ur um hverinn. Við stigum þegar af baki. Flugu þá fuglarnir bui't, allir nema einn, sem ekki lagði til flugs, fyrr en við kom- um alveg niður að vatninu. Munu þetta verið hafa urtendur, og sama andakyn mun það einnig hafa verið, sem Gísli sá. Það var þá ekki allt lygi og hjátrú, þetta um hverafuglana! Nú var eftir að fá skýringu á því, að fuglarnir gátu hald- ist þarna við. Við fórum að snerta vatnið með fingrunum, ofur varlega til að byrja með, og urðum þess þá varir, að það var ekki nærri eins heitt og útlit var fyrir. Fór því fjarri, að við brenndum okkur, því að hitinn virtist litlu meiri en líkamshiti manns. Nokkru síðar átti Stéinþór leið til Reykjavíkur. Tók hann þá með sér hitamæli og mældi hitann á ýmsum stöðum í ,,hvem- um“, og reyndist hann um 38—39°. En suðan? Það, sem manni sýndist suða, mun vera loftbólur, er stíga upp frá botninum um allan ,,hverinn“ og springa á yfirborði vatnsins. En svo ólíkindalega lítur þetta út, að menn hafa senni- lega aldrei talið sig þurfa að þreifa á vatninu til að sannfær- ast um, að það væri sjóðandi! Og á þeirri sannfæringu hefir svo byggzt trúin á hverafuglana. Sig. Jónsson skólastjóri. f / Utverðír Islands. ísland er úthafseyja, eigi all-lítil, en þó ekki stærri en það,. að vel má líkja henni við vígdreka, eins og þeir gjörast nú á dögum,. þar sem þeir líkjast miklu fremur hálendri eyju, en skipi með rát

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.