Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 1932, Side 14
172 NÁTT0RUFR. og reiða, en ísland getur aftur á móti spúð eldi og eimyrju, eins og þeir, og tekið á sig ýmsa liti eftir árstíðum, eins og þegar vígdrekarnir »stríðsmála« sig, eða hulið sig í þoku eins og þeir í reykjarmekki. — En eins og hinir miklu vígdrekar fara sjaldan einir, heldur hafa á sveimi kring um sig hóp af smásnekkjum af ýmissi stærð og gerð, sér til öryggis; svo er og ísland umkringt af allmörgum steinnökkvum, sem venjulega nefnast eyjar, drangar eða sker. Af þeim er all'margt, sumt nærri landi, inni i landhelg- inni, sumt lengra úti, en þó inni á landgrunninu — í landhelginni meiri. Hin vztu þeirra vil ég nefna útverði íslands, og þótt þeir séu ferðlitlir og friðsamir, þá má samt vara sig á þeim, og ekki hlaupa þeir af varðstöð sinni, enda þótt Ægir löðrungi þá stund- um ali-óþyrmilega. Skal hér lítilsháitar lýst fjórum hinum helztu þeirra: Eldey, Kolbeinsey, Hvalsbak og Geirfuglaskeri. Hefir höfund- ur verið í kringum þá alla. Þeir mega teljast hver úti fyrir sinni strönd, eins og landvættirnir forðum, og má vera að eitthvað eimi enn eftir af krafti landvættanna í þeim. 1. Eldey. Þegar farið er fyrir Reykjanes*) árla daps í björtu veðri og sólskini, sést úti við hafsbrún í VSV eitthvað hvítt, sem líkist mest borgarísjaka eða jafnvel stórskipi undir fullum seglum, en er þó hvorugt. Það er klettur einn mikill, sem hefir ef til vill fyrrum verið nefndur Dýptarsteinn, en á síðari tímum Eldey. Annars verður saga hennar ekki rakin hér. Eldey er innsta og lang-mesta skerið í skerjaklasa þeim, sem tíðast er nefndur Fuglasker eða Eldeyjar, og sennilega er leifar af fornu landi, sem sjór, loft og jarðsig hafa eytt í sameiningu. Standa sker þessi öll á einni grynningu og ná 45 sjómílur út og suður frá Reykjanesi, eða álíka og yfir mynni Faxaflóa frá Garðsskaga til Stapa. Ég hefi verið nokkrum sinnum úti við Eldey, en aldrei eins nærri henni og 1. ágúst 1927, á rannsóknaskipinu »Dana«. Það var í blíðviðri og rennisléttum sjó, og höfðum við gjört oss ferð til að athuga eyna, frá skipinu aðeins þó, því að skipstjóri vildi ekki leyfa óvönum mönnum að lenda við hana, því svo slétt- ur var sjórinn þó ekki, að lendandi væri, nema fyrir vana menn * Það skal tekið fram, að nafnið Reykjanes merkir í Höfnum og Grinda- vík aðeins »hælinn« á hinum mikla »fæti«, sem samkvæmt sunnlenzkri mál- venju nefnist Suðurkjálkinn, en af »lærðum« mönnuin Reykjanesskagi, eða jafnvel Reykjanes aðeins.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.