Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 17

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 17
NÁTTÚRUFR. 175 Sör í 21. árg. »ísafoldar« bls. 126, og þar sem við á »Dönu« áttum ekki kost á því að sjá, hvernig umhorfs er uppi á eynni, og ég því get ekki lýst því eftir eiginsjón, set ég hér orðréttan kafla úr frásögninni í »ísaiold«: »Þegar upp kom, gaf þeim félögum á að líta. Þar var hreiður við hreiður, svo að varla varð þverfótað á milli. Er það nær eintóm súla, er verpur þar uppi, en dálítið af svart- fugli í bergskorum og glufum, svo mikil mergð, að þeir gizk- uðu á, að nær mundi 20 en 10 þúsundum, ef talið væri þar oippi á eynni, en mikill fjöldi þar á ofan í berginu umhverfis hana alla og minna þar einnig um svartfugl. Þeir stikuðu •eyna í snatri, og taldist þeim hún vera um 90 fðm. á lengd frá útnorðri til landsuðurs, en 50 á breidd. Gróðurlaus er hún með öllu, ekki stingandi strá, heldur ber móbergsklöpp- in undir; gróðurvísir brennur allur undir fugladrítnum; súlu- hreiðrin eru af þangi ger og ýmsu rusli. Aðrir fuglar sáust þar eigi, en súla og svartfugl. Svartfuglinn er mjög spak- ur og drápu þeir töluvert af honum, komu með um 180, en súlu enga; hún ærslast og ásækir manninn, er nærri kemur hreiðri hennar, en svartfuglinn situr kyrr«. Ekki skal hér sagt frá því, hvernig þeir félagar komust upp, það má lesa í téðri frásögn. Síðan hefir verið farið flest árin, aðallega úr Vestmanneyjum og eitthvað úr Höfnum, í eyna til súluungaveiða, um réttir, því þá er unginn fullþroskaður og að verða fleygur. Ársveiðin er 2—4 þús. ungar. Það er ekki þokkalegt verk, að fara um eyna uppi, þegar væta er. Þar verður ekki þverfótað fyrir súlu, ungri og gamalli, og verður að vaða elginn og dritið í skóvörp, eða dýpra. En eyjan er ekki aðeins drituð uppi, hún er svo að segja alhvít af fugladriti og lítur því út tilsýndar eins og hún væri úr einhverri hvítri bergtegund, eins og marmara, en á henni sannast hið fornkveðna: »eigi er allt sem sýnist«. Eldey er 8 sjóm. frá næsta landi, Reykjanesi. Frá henni ber því lítið á öllu láglendi. Nesið eitt sést glöggt og Staðarberg í Grindavík og Hafnaberg sitt til hvorrar handar því. Ofan af eynni sést í góðu skyggni til byggða í Grindavík og Höfnum og ef til vill Stafnes, og í sérlega vel skíru veðri »Vesturjökullinn« (Snæ- fellsjökull) í norðri og jafnvel á kollinn á »Austurjöklinum« (Eyja- fjallajökli) í austri. Sundið milli lands og eyjar er hrein skipaleið og straumasamt mjög (Reykjanesröst), en þegar fyrir utan eyjuna er óhreint og skerjótt. Er Eldey því góður útvörður þarna og varar sjófarendur

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.