Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 18
176 NÁTTÚRUFR. við hættunni. Það er annars með naumindum að hún geti talizt útvörður vesturstrandar landsins, jaín sunnarlega og hún er sett;. en íyrir norðan hana er allur sjór hreinn, alla leið að Straumnesi,. þar sem segja má, að varðsvið hennar sé á enda og við taki um- dæmi Kolbeinseyjar, eins og síðar verður greint. Niðurl. B. Sœm. Ný krækílYngstegtmd. Eins og kunnugt er, hafa á síðari árum ýmsar breytingar orðið á mörgum tegundum plantna og dýra, þannig að það, sem áður var talið ein tegund, hefir við nánari rannsólcn reynzt vera safn tegunda. Það, sem valdið hefir klofningi þessum, eru eink- um nákvæmari rannsóknaraðferðir og betri tæki til rannsókna en áður þekktust. Einkum hafa frumurannsóknir nútímans leitt margt nýtt í Ijós í þessum efnum. Ein jjeirra tegunda, sem sætt hefir þeim örlögum að vera klofin í tvær, er krækilyngið (Empe- trum nigrum). Þar sem hér er um svo alþekkta plöntu að ræða, skal skýrt lítið eitt frá því. Alilangt er síðan, að því hafði verið veitt eftirtekt, að blóm krækilyngsins voru ýmist ein eða tvíkynja. Hafði danskur grasa- fræðingur J. Lange talið tvíkynja lyngið tiibrigði af hinu ein- kynja, var þessu síðan ekki sinnt um langt skeið. Nú fyrir fám árum hefir annar danskur grasafræðingur, 0. Hagerup, leitt rök að því, að tvíkynja lyngið sé sjálfstæð tegund og gefið því nafn- ið Empetrum hermafroditum. Hér skal nefnt hið helzta, er að- greinir þessar tvær tegundir. Aðaltegundin, Empetrum nigrum, ber ætíð einkynja blóm. Er þá ýmist, að bæði kyn séu á sama einstaklingi (einbýli), eða að sitt kyn er á hvorum (tvíbýli). Tvíkynja lyngið ber aftur á móti ætíð nokkur tvíkynja blóm, en fyrir getur komið, að ein- stöku blóm, einkum efst á sprotum séu einkynja. En nákvæm rannsókn hefir sýnt, að þar er aðeins um að ræða vansköpuð blóm. Það, sem mest tekur þó af tvímælin, um hvort hér sé um ein eða tvær tegundir að ræða, eru frumur plantnanna. Hinar nýrri frumurannsóknir hafa leitt í Ijós, að í öllum frumukjörn- um finnast smálíkamir, sem litningar (kromosom) nefnast. Hef- ir það og sannast, að hver tegund hefir ákveðna tölu litninga.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.