Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 20
178
NÁTTÚRUFR.
Gamlír gígír í Fljótum.
í Hrauna-landi í Fljótum í Skagafjarðarsýslu eru þrír
:gamlir eldgígir, strandlengis, í norður frá heimilinu. Er sá
innsti lang stærstur; miðgígurinn er minnstur fyrirferðar, en
sá nyrzti mitt á milli að stærðinni til. Munu gígir þessir vera
afar fornir, og myndaðir fyrir ísöld.
Skammt utan við túnið á Hraunum, eru mjög stórgrýttar
urðir, sem ná frá svonefndum Innri-Eggjum, niður á flatlendi,
en fast norðan við þær, er syðri barmurinn í innsta gígnum.
Má rekja feril hans frá flæðarmáli á svo nefndum Olnboga,
upp á Innri-Eggjar, síðan langt út Eggjarnar og þaðan út og
niður að sjó, við svonefnda Selá. Sjást menjar gígbarmsins við
báða enda hans í tjörnum. Liggur helmingur gígsins í sjó og
hefir myndað vík inn í landið — svo nefnd Hauðnuvík. Á milli
enda þeirra á gígbörmunum, sem nú eru sjáanlegir mun vera
um 11/2—2 km.; sést af þessu, að gígurinn hefir verið stór
um sig. Nú sjást litlar menjar gígbarmanna. Þó eru einstaka
strýtur, sem upp úr jörð standa og eru þær að mestu eldfjalla-
aska, samanhnoðuð og brædd við blágrýtishnullunga. Þegar ís
rann yfir þetta svæði, hefir hann mulið niður gígbarmana víð-
ast hvar 0g fyllt gíginn að mestu. Sjást enn glögg merki þess,
hvar ísinn hefir með mestum krafti mjakast fram og skapað
sér farvegi eftir gígnum, jafnóðum og hann fylltist. Hæstur er
gígbarmurinn nú, næst fjallinu — Breiðafjalli — á áðurnefnd-
um Eggjum, enda hefir þar verið bezt skjólið fyrir ísfellunni.
Á milli þessa gígs og miðgígsins liggur Hraunadalur. Mið-
gígurinn hefir verið fremur lítill ummáls. Stendur enn eftir af
þeim gígbarmi, hár hóll eða kambur, og veit hann að fjallinu
fyrir ofan og jafnhliða því. Heitir fjallið Torfnafjall, en kamb-
urinn Hrólfsvallakambur. Hraunið í þessum kambi er grátt að
lit, smágjört og samanrunnið í eina hellu, eða klasa, með smá-
holum í. Allur er gígbarmur þessi malaður niður af ís, nema
þessi eini kambur. Gígur þessi mun og að nokkuru leyti hafa
legið í sjó, en óvíst hve mikið. Er hann fullur orðinn af allskon-
ar ruðningi og er hár bakkinn, sá, er að sjó veit.
Nyrsti gígurinn hefir verið miklu stærri en miðgígurinn.
Gígbotninn, sem nú er, heitir Skógur; og hefir hann heitið svo
frá ómunatíð. Sjást þó litlar sem engar skógarmenjar þar nú.
^Þó hefi eg fundið þar kræklótt bjarkarkjarr og nokkurar reyni-