Náttúrufræðingurinn - 1932, Page 25
NÁTTÚRUFR.
183
Gaines) birt árangur nokkurra tilrauna sinna um áhrif hljóm-
sveiflna á lifandi verur. Þeir hafa deytt bæði smáfiska, froska og
ýmisleg önnur dýr, með því að láta þau verða fyrir áhrifum af afar
háum og tíðum hljómsveiflum (tónum), — sveifluhreyfingum allt
að 8900 á sekúndu. Við eftirfarandi rannsókn á dýrum þeim, sem
deydd hafa verið á þennan hátt, hefir orðið vart ýmissa sérkenni-
legra breytinga á holdi þeirra, er allt hefir verið lofthlaupið, þ. e.
það hafa myndast gas- eða loftblöðrur í vefjarkerfum líffæranna,
sem þannig hafa lamast eða ónýtzt. — Bakteríur og aðrar smá-
verur, sem fyrir þessum óhljóðum verða, deyðast og eyðast á
skömmum tíma. Þetta varð til þess, að þeim félögum datt í hug
að nota þessar hljóðsveiflur til þess að gerilsneyða mjólk, og segja
þeir, að það hafi tekizt mjög sæmilega. Þessi gerilsneyðingar-að-
ferð þeirra er algerlega laus við alla þá ókosti, er að jafnaði fylgja
venjulegum gerilsneyðingar-aðferðum, sem hafa hitun mjólkurinn-
ar í för með sér. Við hitunina breytast eggjahvítuefni mjólkurinn-
ar á ýmsan hátt, eins og öllum er kunnugt, og verður hún því tor-
meltari og missir þannig nokkurs af næringargildi sínu, auk þess
sem bragðið breytist til muna. Ef þessi nýja hljómbylgju geril-
sneyðing heppnast eins vel og höfundar hennar gera sér vonir um,
ætti hún að verða öllum mjólkurframleiðöndum til mikilla hags-
bóta og neytendunum ekki síður. —
(Með hliðsjón af: „Natur und Museum". Band. 62. Heft. 11.
Nóvember 1932).
M. B.
Leyndardómar eðlishvatarínnar.
Svo heitir stórmerkileg bók, sem lýsir eðlishvötum og lifnað-
arháttum allmargra skordýra*).
*) Nátlúrufræðingurinn hefir nálega engar frásögur flutt afMífsháttum
skordýranna, er þar þó nóg til af merkilegu og skemmtilegu frásagnarefni.
Til þess að bæta ofurlitið úr skák hefi ég’ fengið þýdda eina grein eftir
frakkneska skordýrafræðinginn Fabre, sem var hinn merkasti náttúrufræðing-
ur og öilum öðrum snjallari á sínum tíma að grafa upp og fá skilning á lífs-
háttum, iifsleyndardómum og eðlishvötum þessara smæiingja. Hefir hann
ritað um það fjölmargar merkilegar frásagnir. Fyrir valinu varð lýsing hans
á fiskiflugu eða maðkaflugu, sem þó eru ekki alveg sömu tegundir og þær sem
lifa hér á landi, en þeim þó svo skyldar, að menn munu kannast við skyld-
leikann af frásögninni. Lýsingar Fabre þykja skemmtilegar, en hann er held-