Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 26
184
NÁTTtJRUFR.
Höfundur bókarinnar er frakkneskur náttúrufræðingur, Jean
Henri Fabre að nafni, fæddur 22. des. 1823 í Saint Leons í Suður-
Frakklandi. Hann var af bláfátæku almúgafólki kominn og átti
því ekki kost á riytsamri fræðslu í æsku. En það kom þegar i
ljós hjá honum í æsku, að hugur hans hneigðist allur að skor-
dýrunum, svo sem flugum og fiðrildum. Þau voru yndi hans og
og eftirlæti. Allir ættmenn hans og forfeður voru fátækir og fá-
Jeam, Henri Fabre.
fróðir almúgamenn, sem urðu að vinna baki brotnu fyrir lífinu. í
augum þeirra var náttúran allsstaðar hin sama, og skordýr og
önnur smákvikindi ekki annað en leiðar og meinlegar pöddur og
skriðkvikindi. Enginn vissi því, hvaðan hann hafði þá ást á nátt-
úrunni, og sérstaklega skordýrunum, sem honum var meðfædd.
En sú grein náttúrufræðinnar, sem hugur hans beindist sér-
staklega að, skordýrafræðin, varð ekki látin í askana í föðurlandi
hans fremur en annarsstaðar, á uppvaxtarárum hans. En gáfuna
rækti hann, sem var honum veitt, og þrátt fyrir þreytuna, stritið
og baslið allt, varð hug hans aldrei snúið frá skordýrarann-
11 " l
ur langdreginn í frásögn en beitir nokkurri gamansemi í frásögninni. Virðist
mér þýðandinn, vinur minn, hr. Bjarni Jónsson, kennari, hafa sæmilega náð
stil hans og er ég honum þakklátur fyrir starf hans. G. G. B.