Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 29

Náttúrufræðingurinn - 1932, Síða 29
NÁTTÚRUFR. 187 stundum sinum, til þess að fá sér hressingu. En til þess að þeim gefist færi á að gegna móðurskyldum sínum, þá set ég spörva inn í búrið eða auðnutittlinga, sem sitja í trjáliminu úti í garðinum mínum og sonur minn er þá nýbúinn að skjóta. Ég er nú nýbúinn að leggja einn auðnutittling inn í búrið, glænýjan að kalla má. Síðan hleypi ég inn einni fiskiflugu, aðeins einni, til þess að enginn ruglingur geti orðið. Það er auðséð, að hún er komin að varpi, því að hún er svo kviðmikil. Þegar svo sem ein stund er liðin og hún er farin að sætta sig við veru sína i búrinu, þá fer hún að taka til sinna verka. Hún hleypur eftir fuglinum sprett og sprett í einu og kann- ar hann allan frá höfði til stéls. Þetta gjörir hún aftur og aftur, en Ioks nemur hún staðar við annað augað í fuglinum, sem sokkið er alldjúpt niður í augnatóftina. Nú beygir hún varpbroddinn eða verpilinn og leggur hann i rétt horn og stingur honum upp i fuglinn, fast upp við nefrótina, og nú ryður hún úr sér eggjunum í striklotu í hálftíma eða svo. Hún gefur sig ekki við neinu, nema þessu alvarlega starfi sínu. Hún situr þarna hreyfingarlaus og eins og skynjunarlaus. Mér er því hægðarleikur að virða hana fyrir mér í stækkunarglerinu minu. Vafalaust myndi ég þó gjöra henni fælingar, ef ég hreyfði niig eitthvað, en af því að ég stend grafkyrr, þá vek ég engan ótta hjá henni, fremur en væri ég Ioftið í kring um hana. Ekki verpir hún öllum eggjum sínum í einu, unz hún hefir tæmt eggjakerfið, heldur með hvíldum á milli. Oft sést hún skriða frá bækistöð sinni við nefrótina á fuglinum, og hvílir sig ofurlitla stund í netinu; er hún þá að núa saman afturfótunum, en einkum er það þó varpbroddurinn, sem hún hreinsar, nýr og fágar eins og hann sé sárakönnuður. Þegar hún nú finnur á sér, að hún er að fá nýjar hriðir, þá hverfur hún aftur að varpstaðnum, og er hún er búin að létta á sér, hvílir hún sig bráðlega aftur. Svona gengur það koll af kolli nokkrar stundir. Loks er öllu varpi lokið fyrir henni; fuglinn heimsækir hún nú ekki oftar og er það órækur vottur um, að eggjakerfið hennar er gjörtæmt. Á næsta degi er hún liðið lík. — Eggin liggja í samfelldum lögum fremst í kokinu á fuglinum, á tungurótinni og slímhimnunni á gómnum. Þau sýnast vera ara- grúi, því að allt ginið á fuglinum er skjallhvitt að innan. Ég sting nú ofurlitlum trétappa milli nefkjálkanna til að halda nefinu opnu, og ég geti séð, hvað gjörist þarna inni. Frh.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.