Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 30

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 30
188 NÁTTÚRUFR- r Arangttr íslenzkra fugíamerkínga. Af fuglum þeim, sem s. 1. sumar voru merktir hér, af starfs- mönnum náttúrugripasafnsins, hafa þegar nokkrir komið fram.. Tveir fuglar hafa verið skotnir erlendis, en hinir hafa komið fram hér innanlands. Erlendis hafa náðst: Lóa, merkt sem ungi á Sauðárkróki 13/7 1932. Skotin í Isle of Lewis í Suðureyjum við Bretland 25/9 1932. Stóra c/rágæs, merkt sem ungi í Krákárbotnum í Ódáðahrauni 2/8 1932. Skotin í Beauty, Invernesshire í Skotlandi, 22/11 1932.. Hér á landi hafa neðantaldir fuglar náðst eða fundizt dauðir: Kría (fullorðinn fugl), merkt 2/7 1932 á Sauðárkróki; fannst dauð á túninu í Vatnshlíð í A.-Hún. 22/7 1932. Lóa (ungi), merkthjá Víðikeri í Bárðardal, 20/8 1932; fannst. skömmu síðar á sömu slóðum drepin af ránfugli. Stóra grágæs (ungi), merkt í Krákárbotnum 24/7 1932; skot- in á sömu slóðum (þá orðin fleyg) 2/8 1932. M. B. Öíftisvatn — Ölfus. Margs hefir verið getið til um það, af hverju nafnið Ölfus- muni vera komið, en Ölfusvatn hét Þingvallavatn að upphafi. Má ég nú ekki bæta við þeirri einföldu getgátu, að Ölfus sé komið af Ölver, eignarfalli þess orðs, og hafi vatnið heitið' Ölvesvatn? Getgátu mína byggi ég á þvi, að Hrolleifur í Heiðabæ hafi kennt vatnið við Ölver barnakarl, afa sinn, sér til heilla með veiðiskap í vatninu. Af líkum rökum tel ég sennilegt, að Ingólfur hafi kennt hválinn sinn við Örn föður sinn sér til hamingjuauka.. í þá daga töldu menn hamingju mikla fylgja nöfnum feðranna. Og hvað var þá eðlilegra, en að menn kenndu stundum bólstaði) sína við þá, þegar svo bar undir? Þessi tilgáta mín er algjörlega óvísindaleg, en mér finnst hún. liggja svo nærri eftir ástæðum, og því, sem menn vita um nafn- giftir fornmanna. Nöfnin þeirra voru engar háskáldlegar hugsmíðar.. Bjarni Júnsson, kennari.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.