Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 32

Náttúrufræðingurinn - 1932, Qupperneq 32
190 nAttOrufr. ’íkortin voru gerð. Kemur glögglega í ljós að jöklarnir hafa dregizt allmikið ttil baka þessi ár. Hér eftir má árlega mæla lengdar hreyfingar jöklanna eftir merkjum þeim, sem höf. hefir sett upp. Ingimar Óskarsson: Some observations of the vegetation of Eyja- fjörður and Akureyri. V. f. nr. 13. Rvík 1932. 47 bls. 1 myndatafla, 5 myndir í lesmáli. 1 þessu riti skýrir höfundur frá útbreiðslu allra plöntutegunda, sem hann hefir fundið í innanverðum Eyjafirði fyrir] innan Akureyri, við rannsóknir á gróðri landsins síðustu sumur. Hefir hann fundið þar 266 tegundir alíslenzk- •ar og 18 plöntur útlendar, sem tekið hafa þar bólfestu einkum á Akureyri. Auk þess hefir höf. og aðrir fundið 53 tegundir í utanverðum firðinum, sem enn hafa ekki fundizt innanvið Akureyri. Eru þá 319 tegundir kunnar i öll- ■um firðinum af blómjurtum og æðri blómleysingjum. Höf. segir allmargt frá aðfluttum garða gróðri, bæði jurtum og trjám og þeim mönnum, sem hafa átt þátt í að auka útbreiðslu þeirra plantna á Akureyri. — Ritið er fróðlegt, og góð undirstaða fyrir þá, sem síðar gera yfirlit yfir gróður landsins. Steindór Steindórsson: Úber die Vegetation des Safamýrl (Safa- ■moores) in Siid-Island. V. í. nr. 14. Rvík 1932. 23 bls. Höf. segir frá gróðrar skiptum eða stakka skiptum á gróðrarfari í Safa- mýri eystra og er það fróðlegt viðfangsefni og lærdómsríkt í sambandi við áveiturannsóknir hér á landi. Hann hefir rannsakað gróðrarfarið eins og það er nú, og lýsir árangrinum. Sven Hjelmquist: Uber Lavastalakiten aus einer Lavahöhle auf Siid- Island. — Meddelanden frán Lunds Geologiska-Mineralogiska Institution, nr. 48. — Sérprentun úr Kgl. fysiografiska Sállskapets í Lund, Förhandlingar, bind 2., nr. 2. 1932. — 12 bls., ein myndatafla og 3 myndir í lesmáli. Þessi ungi áhugasami steinafræðingur kom á þjóðhátíðina 1930. Bar þá fundum okkar saman. Vildi hann gjarnan fá íslenzka steina til rannsókna. Fékk ég honum til rannsókna einkennilega dropasteina úr Raufarhólshelli í Ölfusi. Voru þeir nauðalíkir sívölum blýöntum og alsléttir utan og beinir. Þeir voru margir þaktir utan stálgráum málmi, sumir hálfholir innan, en holið að öðru leyti fyllt heilum smákristöllum. Við rannsóknina komst hann að raun •um, að stönglar þessir voru allmjög frábrugðnir dropastönglum, sem áður höfðu verið rannsakaðir. Einkum að því hve mikið málmurinn hafði skilizt frá og lagzt utan um stönglana. Málmurinn var að mestu seguljárnsteinn, og dálítið af rauðjárnsteini, en innan kristallar af feldspati og ágíti. Rekur höf. þessa rannsókn mjög rækilega. Finnur Guðmundsson: Beobachtungen an isldndischen Eiderenten (Somateria m. mollissima). — Sérprentun úr: Beitráge zur Fortpflanzungs- biologie der Vögeln. 8. árgangur, nr. 3—4, 1931. 11 siður 8vo með 2 mynda- töflum af íslenzku æðarvarpi. Grein þessi lýsir varpsháttum æðarfuglsins hér á landi og er að miklu leyti byggð á rannsóknum höf. sjálfs, sumarið 1931 og áður. Er þar margt <dregið fram af merkum fróðleik ura hætti æðarfuglsins. G. G. B.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.