Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 12
58 NÁTT ÚRUF RÆÐIN G U RI N N Sum frumdýr taka inn lasta iæðu um sérstakan munn, en önnur — slímdýrin — leggjast utan um fæðuagnir, en hafa engan sérstak- an hluta frymisins sérhæfðan til fæðunáms. Loks lifa mörg frum- dýr eingöngu á fljótandi fæðu og taka hana inn um allt yfirborð líkamans. Mörg frumdýr, sem í ósöltu vatni lifa, hafa eina eða fleiri herpi- bólur í fryminu, en það eru vökvabólur, er herpast saman öðru hverju og losa innihald sitt út úr dýrinu. Þessar herpibólur virðast sinna því hlutverki að takmarka vatnsmagn líkamans. Frynri fersk- vatnsfrumdýrs er saltara en umhverfið. Þess vegna dregst vatn frá umhverfinu inn í dýrið. Herpiltólan tekur þetta vatn í sig og belg- ist upp að vissu nrarki, en tæmist síðan. Sumir hafa talið, að lierpi- bólan væri þvagfæri, sem losaði dýrið við ammóníak eða önnur skað- leg köfnunarefnissambönd, en það er með öllu ósannað, að herpi- bólan gegni öðru hlutverki en að takmarka vatnsmagn dýrsins. Herpibólur eru ekki í saltvatnsfrumdýrum eða í sníkjufrumdýrum, sem lifa í söltum líkamsvökvum annarra dýra. Sanrband frumdýra við umheiminn mótast vitanlega mjög af smæð þeirra. Þess vegna geta þau aðeins vaxið og æxlazt í vatni eða á rökum stöðum á landi og eru mjög háð raka umhverfisins. Þatt verjast þurrki og óhagstæðum lífsskilyrðum með því að nrynda unr sig dvalahylki og geta tórt þannig, unz batnar í ári, eða þau ber- ast til betri staða. Frumdýrafylkingunni er oft skipt í fjóra flokka, og er þá flokkað eftir hreyfifærum dýranna á aðalskeiði ævinnar. Flokkarnir eru: svipudýr, slímdýr, gródýr og skolpdýr. Stundum er tiltekinn l’immti flokkurinn: sogdýr, en þau eru annars talin undirflokkur skolpdýra. Hér verður ekki hirt unr að telja upp fleiri einkenni sameiginleg frumdýrum. Vegna hinnar miklu fjölbreytni þessarar dýrafylkingar er hentugra að athuga hvern flokk fyrir sig. I. Svipudýr (Mastigophora eða Flagellata). Svipudýrin hreyfa sig með einu eða fleiri allstórum bifhárum, svipum. Stundum hafa þau ekki fasta líkamslögun, heldur geta skot- ið út öngum eins og slímdýr (2. mynd), en oftast hafa þau fasta „húð“ og ákveðið forrn. Þeim fjölgar tíðast þannig, að þau skipta sér að endilöngu.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.