Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 42
86
NÁTTÚR UFRÆÐINGURINN
rann í ísaldarlokin, flæddi hann inn yfir undirlendið. Allur strand-
flöturinn, m. a. Papey, Búlandsnes og láglendisræmurnar inn með
fjörðunum báðum megin við Hálsana, fór í kal'. En Hálsarnir stóðu
alltaf upp úr. Efstu sjávarmörk frá þessum tíma eru að vísu ekki
glögg í hlíðum þeirra. En litlu sunnar, í Álftafirði og Lóni, eru
þau skýrt rnörkuð af malarkömbum (o. II. verksummerkjum) í 35
til 40 m hæð yfir núverandi sjávarmál, og munar varla miklu á
hæðinni á leið þaðan til Berufjarðar.
Neðan við þessi efstu sjávarmörk hefur sjórinn máð brott flestar
jökulminjar, þar á meðal jökulrákir. Þetta á ekki aðeins við um
Búlandsnes og undirlendisræmurnar inn af því, heldur um allt
það undirlendi á íslandi, sem lá óvarið fyrir öldum úthafsins. Þann-
ig eru þessu farið t. d. á undirlendinu í Ölfusi og Flóa. Á klappa-
holtunum, sem nóg er af undir Ingólfsfjalli, finnast engar jökul-
rákir og klappirnar eru sannarlega ekki þesslegar að vera urnar
af jökli. Uppi á fjallinu má aftur á móti finna gnægð jökulráka,
sem sannar, að vart minna en 500 m þykkur jökull hefur ýtzt fram
yfir þessar sömu klappir. Hliðstæð dæmi mætti nefna úr flestum
landshlutum.
Ég er fyllilega sammála T. E. um það, að óhugsandi er, að jök-
ull hal'i gengið yfir hinar livössu klettabríkur og dranga í Búlands-
nesi án þess að sverfa eða jafnvel brjóta af þeim mestu vankantana,
sem margir hverjir vita einmitt þvert við þeirri stefnu, sem skrið-
jökull hlyti að hafa á þessum slóðum. Hinni sérkennilegu kletta-
brík Strýtu hjá samnefndum bæ, samtýnis við Háls, mundi vissu-
lega hætt, ef öflugur skriðjökull gengi þvert yfir hana. En það hef-
ur aldrei gerzt; þessa brík og aðra slíka hrjúfa berghnjóta hefur
brim sjávarins meitlað fram úr jökulhefluðum klappabungum,
eftir að jökullinn hvarf af þeim. — Og um þetta munum við T. E.
raunar vera á einu máli, því að hann ber ekki brigður á það, að
jöklar hafi gengið út yfir strandflötinn í Búlandsnesi einhvern tíma
á ísöld. Al'tur á móti heldur T. E. því lrarn, að það hafi ekki gerzt
á síðasta jökulskeiði hennar. Og þar ber okkur á milli, því að jökul-
rákirnar uppi á Hálsurn geta ekki að mínum dómi verið eldri en
frá síðasta jökulskeiði (og efa ég lítið, að T. E. væri mér sammála
um það, ef hann hefði skoðað þær). En sá jökull, sem þær risti,
gekk vissulega langt út eftir strandfletinum, ef ekki yfir hann allan,