Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 31

Náttúrufræðingurinn - 1962, Qupperneq 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 77 5. mynd. Svelgásar í Syliilvsdalen í Jamtalandi. — Engorgecl eskers in Syliilvsdalen, Jamlland, Swcden. — Úr Mannerlelt 1945. stúfar, ef vel er að gáð, og er full ástæða að gá vel að, sakir þýð- ingu þessara ása fyrir malarnám. Að því var vikið, að malarásar eru nú sums staðar að myndast vegna hopunar jökla á síðustu áratugum. Svelgása þykist ég hafa séð lrér í dalahlíðum, er ég hef flogið yfir landið. Hér um árið var ég fenginn til að athuga grunn fyrirliugaðs barnaskóla í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Var þá búið að grafa fyrir vesturálmu skólans, sem er sunnan í ávalri hæð, og er hæsti hluti hennar nefndur Álfhóll. Þessi hæð er hulin þykkum moldar- jarðvegi, en í djúpum skurði, sem grafinn hafði verið fyrir ræsi þvert í gegnum hana, kom í ljós, að þessi hæð var ekta malarás og líkur þeim, er myndast undir vatnsborði, hlaðinn upp úr vel vatnsnúnu og allvel lagskiptu grjóti, möl og sandi, en sandur til beggja hliða. Er ég ekki frá því, að þarna hefði mátt fá allverulegt magn af góðu steypuefni, ef athugað hefði verið í tíma, en þarna var það moldarjarðvegslagið þykka, sem Imldi mölina, og mun svo

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.