Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 35
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
79
vegna malarnáms, en æskilegt að honum yrði ekki eytt með öllu.
Mesti malarás, sem mér er kunnugt um á Islandi, er á Mývatns-
öræfum suðaustur af Eilífsvatni. Liggur hann frá norðvestri til
suðausturs um sunnanverða Grænalág og yfir dalsigið milli Vestari
og Austari Brekkna. Er sá hluti ássins, sem liggur yfir dalsigið, og
hið næsta vestur af því hæstur, allt að 12 m hár, og Jieitir Sand-
hryggur. Austan dalsigsins er ásinn miklu minni um sig og ógreini-
legri, en þó má greinilega rekja hann á flugmyndum meir en 3
km suðaustur eftir, og heildarlengdin mun vera nærri fi km.
Er ég hér á árunum vann sem jarðfræðilegur ráðunautur að
rannsókn á virkjunarmöguleikum í jökulsá á Fjöllum, var eitt af
verkefnum mínum að reyna að finna nægilegt magn af heppilegu
steypuefni í væntanlegar stíflur og önnur mannvirki, og benti ég
þá sérstaklega á þennan ás, sem mér var áður kunnur frá jeppa-
ferðum um þetta svæði með Baldri Sigurðssyni í Reykjahlíð, en
Reykhlíðingar kunna engu síður en Skandínavar forðum að nota
ásinn sinn til samgöngubóta, og keyra eftir Sandhrygg, þegar þeir
ætla upp að Eilífsvatni eða í Hlíðarhaga. Sigurður Björnsson, verk-
fræðingur hjá Verklegum framkvæmdum h.f., tachymetermældi
síðan nákvæmlega suðausturhluta Sandhryggs í júlí 1958, og tók
sýnishorn til athugunar á grófleika efnisins. Hefur Rögnvaldur
Þorláksson, forstjóri Verklegra framkvæmda, góðfúslega leyft mér
afnot af skýrslu um þennan ás og Grjóthrygg, en það er malarás,
styttri miklu, eða um 1.8 km, suðaustan í Grjóthálsi (sbr. 10.
mynd) rétt sunnan vegarins að Dettifossi, og fann Steingrímur
Pálsson, landmælingamaður, þennan ás upphaflega við athugun
flugmynda af svæðinu. Á sama hátt fannst ásstúfur, um 0.6 krn,
nyrzt í Norðmelsstykki.
í Sandhrygg suðaustan til skiptast á lög af sandi og vel vatns-
sorfinni möl með einstaka hnullungum, en er norðvestur dregur
verður mölin fínni og sandur meira áberandi. Er þessi vestari hluti
ássins skemmtilega bugðóttur, flatari að ofan en suðausturhlutinn
og hinn ákjósanlegasti bílvegur (7. mynd). Sums staðar er ásinn
tvígreindur og ker er að finna meðfram honum sums staðar, þó
hvergi svo djúp að vatn standi í, enda berggrunnur gljúpur á þess-
um slóðum. 11. mynd sýnir nokkur þversnið af Sandhrygg.
Sigurður Björnsson áætlar, að magn steypumalar og sands í Sand-
hrygg sé um 300 þús. teningsmetra, en í Grjótlnygg lauslega áætlað