Náttúrufræðingurinn - 1962, Síða 44
88
NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN
iinnist berar klappir með eiginlegum jökulrispum. Hvalbök og sljó
gróp finnast þar að vísu, en — að því er ég bezt veit — einungis í
harðara bergi en hér á landi er að finna.
Að öllu þessu athuguðu tel ég einsætt, að þær jökulrákir liér á
landi, sem nú liggja berar eða aðeins huldar nútímamyndunum og
eru þó ferskar og skýrar — eins og þær, sem ég hef skoðað á Hálsun-
um milli Berufjarðar og Hamarsfjarðar — séu ekki eldri en frá síð-
asta jökulskeiði. — Og víkjum nú aftur að því, sem frá var horfið.
Það skal viðurkennt, að hinar brimsorfnu klappir á því svæði,
sem T. E. telur hafa verið jökullaust á síðasta jökulskeiði eru úfn-
ar í meira lagi, eftir því sem gerist á undirlendi íslands. En það er
þó aðeins stigmunur en ekki eðlismunur. Liggur beint við, að skýra
þann mun með því að benda á, að svæðið liggur í meira lagi opið
við úthafinu og einnig mun berggrunnur þess í meira lagi klofinn
af göngum, sem veita sjávarrofinu misjafnt viðnám, ýrnist meira
eða minna en bergið í kring.
Eins og T. E. tekur fram, breytist mjög yfirbragð klappa og kletta
á láglendinu, þegar kemur inn með fjörðunum. Hið hrjúfa form,
einkenni brimrofsins, hverfur fyrir ávölurn, hvalbökuðum klappa-
bungum, sem sumar hverjar bera skýrar jökulrákir. Þessi umskipti
eru ekki snögg, en þau verða í Berufirði innanvert við Teigarhorn
og í Hamarsfirði skammt fyrir utan Hamar.
Um þessa staði dregur T. E. mörk mestu framsóknar jökla á síð-
asta jökulskeiði og kennir þeirn jöklum umskiptin, sem þar verða
á landslagi. Það er eflaust rétt, að mun skemmra er síðan jöklar
uru land innan (vestan) þessara marka en utan (austan). En á hitt
er ég tregur að fallast, að þar muni heilu jökulskeiði (hinu síðasta)
að viðbættu undanfarandi hlýviðrisskeiði.
Athuganir mínar á jökulminjum í grennd við Berufjörð eru allt
of litlar til að þær einar fyrir sig leiði til ákveðinnar niðurstöðu um
jöklafar á þeim hjara í ísaldarlokin, enda hef ég ekki hirt um að
geta þeirra í því litla, sem ég hef birt um jökulminjarannsóknir
mínar í ýmsum landshlutum. En þar sem nú, í grein T. E., er kom-
in fram kenning, sem stangast allverulega við rnínar niðurstöður
(einkum fengnar af rannsóknum á Suðurlandi), þá þykir mér hlýða
að draga hér saman í stutt mál meginatriði í sögu ísaldarloka við
Berufjörð og Hamarsfjörð samkvæmt minni skoðun: